Vorið - 01.12.1959, Blaðsíða 40

Vorið - 01.12.1959, Blaðsíða 40
158 VORIÐ Kæra Vorl Mig langar að skrifa þér nokkrar línur að þessu sinni og senda þér ofurlitla sögu með. Það er stelpa, sem heitir Hrafnhildur og á heima rétt hjá mér. í sumar var þeim gef- inn lítill hundur, sem heitir Trygg- ur. Ég var svo ægilega hrædd við hann, hélt að hann biti mig. En minnsti bróðir hennar óð með hendurnar upp í hann. Þá sagði ég við sjálfa mig: Kjarkinn má ég ekki missa og einu sinni fór ég til Hildu, við vorum að fara á skáta- fund. Þá kom Tryggur á móti mér og þefaði. Ég lét sem ég sæi hann ekki. Svona endar nú sagan af hon- um Trygg. Anna Guðrún Jónsdóttir, 11 ára, Grænumýri 8, Akureyri. Fyrir mörgum árum var blaðadreng- ur í Osló, sem fékk orð fyrir að vera mjög duglegur. Einhverju sinni gekk hann um götur borgarinnai' og hrópaði: „Kaupið Dagblaðið! — Kaupið Dag- blaðið og lesið um konuna, sem ekki er hægt að jarða.“ Maður nokkur nam staðar og gaf sig á tal við drenginn: „Hvernig stóð á því, að ekki var hægt að jarða aumingja konuna?“ „Nú, það er auðvitað vegna þess, að hún er ekki dáin enn þá.“ Gesturinn: „Ég mætti líklega ekki biðja lækninn að gefa mér meðal við svefn- leysi?“ Læknirinn: „Eru nokkrar sérstakar á- stæður til þess að þér þjáist af svefn- leysi?“ Gesturinn; „Já, þær eru fleiri en ein.“ Læknirinn: „Og hverjar eru þær?“ Gesturinn: „Tvíburarnir." Faðirinn: „Hvernig er það, lærir þú nokkuð í skólanum?“ Sonurinn: „Já, allt of mikið. Ég get ekki munað það allt saman. Því að þegar ég hef lært eitthvað, þá segir kennarinn mér eitthvað nýtt, og þá gleymi ég öllu hinu.“ Inga litla (í búðinni): „Ég ætla að fá spegil.“ Búðarstúlkan: „Á það að vera hand- spegill?" Inga: „Ég vildi gjarnan geta séð and- litið líka.“ VORIÐ Tímarit fyrir böm og unglinga. Kemur út ( 4 heftum á ári, minnst 40 blaðsíður hvert hefti. Árgangurinn kostar kr. 25.00 og greiðist fyrir 1. maí. Útsölumenn fá 20% innheimtulaun. Útgefendur og ritstjórar: Hannes J. Magnússon, skólastjóri, Páls Briems götu 20, Akureyri, og Eiríkur Sigurðsson, skólastjóri, Hvannvöllum 8, Akureyri. Prentverk Odds Björnssonar h.f.

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.