Vorið - 01.03.1966, Blaðsíða 6

Vorið - 01.03.1966, Blaðsíða 6
Rangárvöllum árin 1933—1949 og skólastjóri Kópavogsskóla 1949—1964. Hér verður ekki rœtt um skólastarf Frímanns, en þar hefur hann getið sér ágœtt orð. Heldur minnst ofurlítið á tvær barnabækur, sem hann hefur ritað og hvernig þær hafa orðið til. Kvöldvökur voru oft í skólanum á Strönd og skorti þar oft skemmtiefni. Um það farast Frímanni svo orð í bréfi til Vorsins: „Á kvöldvökunum var margt sér til gamans gert: Farið í leiki, kveðist á, búnar til vísur, glímt við gátur og orðaþrautir o. s. frv. En eitt vinsælasta atriðið var þó að lesa eða segja sögur. Varð mér þá oft til að rifja upp eigin minningar frá bernsku- og æskuárum, ásamt ýmsu öðru. Hef ég í annan tíma ekki átt öllu þakklátari tilheyrendur, þótt ekki vœru alltaf stórbrotin sögu- efnin, og voru stundum lítil grið gefin með áframhald. Varð þetta aðal- ástæðan til að ég fór að skrifa sögur mínar inn í stílabók í lestímunum í skólastofunni, meðan nemendur voru að lesa undir morgundaginn. Jafn- framt tók ég að auka ýmsu við. Vinur minn einn og stéttarbróðir gluggaði í þessar skræður og hvatti mig til að sýna þær útgefanda. Leiddi það til þess, að ég tók þær rneð mér til Reykjavíkur og labbaði mig á fund, Gunnars Einarssonar í „Isafold“ (nú í ,,Lei.ftri“). Niðurstaðan varð sú, að bókarkornið ,,Hve glöð er vor æska“ kom út hjá ísafold 1944 og „Þegar sól vermir jörð“, 1950. Fyrir fáum árum gaf „Setberg“ út í sérstakri bók fyrstu söguna úr fyrri bókinni „Valdi villist í Reykjavík“. Eitthvað fleira hefur verið endurprentað liér og þar.“ Þannig gerir Frímann skilmerkilega grein fyrir því, hvernig sögur hans hafa orðið til. Það, sem einkennir sögur Frímanns er góðlátleg glettni, sem börnum geðjast vel að. Vorið þakkar sögur Frímanns, sem það liefur fengið að birta. Og að þessu sinni birtir það eftir hann söguna „Hjólreiðakappinn“. E. Sig. 2 VORIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.