Vorið - 01.03.1966, Blaðsíða 7

Vorið - 01.03.1966, Blaðsíða 7
HJÓLREIÐAKAPPINN BÓKARKAFLI EFTIR FRÍMANN JÓNASSON Þórarinn hafði eignazt reiðhjól. Iion- um þótti svo vænt um það, að hann gat ekki sofið almennilega fyrstu næturnar eftir að hann fékk það. Nokkrum dög- um síðar átti hann að fara í skólann. Hann vildi endilega hafa hjólið með sér. Það yrði meir en lítið gaman, að sjá framan í hina skólastrákana, þegar hann kæmi með hjólið og segði þeim, að hann ætti það sjálfur. Hvort þeir mundu ekki öfunda hann! Nærri má nú geta. Hann ætlaði að b.iðja kennar- ann að geyma hjólið í kjallaranum. Eft- ir skólatíma á daginn ætlaði hann svo að skreppa á bak. Og ef til vildi gæti hann hjólað alla leið heim til sín ein- hvern sunnudaginn, ef veður og færð yrði góð. — Þetta var nefnilega heima- vistarskóli. Og svo fór Þórar.inn í skólann. Hann fór með mjólkurbíl og varð að sitja of- an á brúsunum. Það var ekkert nota- legt sæti, þegar bíllinn hentist ofan í holurnar á veginum, svo að brúsarnir fóru að hoppa og dansa með þessum ógnar skellum og glumrugangi. En verst þótti Þórarni um hjólið, sem varð að liggja ofan á brúsunum. Hann studdi við það og reyndi að verja það höggum og hnjaski eftir beztu getu. Þegar í skólann kom, fór það eins og hann ]>jóst við, að hinir strákarnir hálf öfunduðu hann af hjólinu. Þeir horfðu á með aðdáun, þegar hann var að leika listir sínar á túninu fyrir sunnan skóla- liúsið. Einn dag, eftir skólatíma, voru dreng- irnir að leika sér niður við tjörnina, beint suður af skólahúsinu. Þórarinn var á hjójinu og þeyttist eins og hvirfil- vindur heiman af hlaði, í stórum sveig suður og niður brekkuna, beygði svo við og kom á fleygiferð til strákanna. Hann stefndi beint á hópinn, svo að þeir hrukku til hliðar. Þeir kærðu sig ekkert um að láta hjóla á sig. En þá steig Þórarinn á bremsuna, snarstöðvaði gæðinginn og vatt sér af baki með sigur- bros á vör. „Þetta eru nú bremsur í lagi, strákar,“ kallaði hann um leið. „Þetta er ákaflega fínt hjól. Ég hugsa að það sé ennþá betra en hjólið hans Sigurþórs,“ bætti hann við og strauk um stýr.ið. „Heldurðu að þú getir hjólað á því út í hólmann?“ spurði Leifi. Hólminn var vestan til í tjörninni og voru nokkrir faðmar út í hann. Þórarinn leit út í hólmann og sagði æði drýgindalegur: „Jú, ég skyldi geta það. Hjólið rennur svo ákaflega vel. En ég kæri mig bara ekkert um að vera að bleyta það.“ Nú fóru strákarnir að skellihlægja. VORIÐ 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.