Vorið - 01.03.1966, Blaðsíða 12

Vorið - 01.03.1966, Blaðsíða 12
á að sjá framan í Geira. En þeim til mikillar hrellingar kom hann ekki í skól- ann. Hafði hann kannske slasazt? Hafði móð.ir hans kært þá fyrir skólastjóran- um? Hafði það vitnazt hverjir það voru, sem réðust á Geira? Þeir gerðust nú dá- lítið órólegir og þeim leið illa um dag- inn. Það gerðist þó ekkert í skólanum, frekar venju. Fjarvera Geira kom þeim samt úr jafnvægi. Dagurinn var langur og leiðinlegur. Daginn eftir kom Geiri heldur ekki í skólann, en móðir hans kom aftur og vildi fá að tala við skólastjórann. Jæja -— nú kom það! hugsuðu þeir félagar. Ekki vissu þeir hve lengi móðir Geira talaði við skólastjórann, en næst þegar hringt var inn í tíma, kom skóla- stjórinn út á skólatröppurnar og kvaddi sér hljóðs. Það varð alltaf dauðakyrrð, þegar skólastjórinn kom út á tröppurnar og talaði við börnin, og svo var einnig í þetta sinn. Skólastjórinn sagði: „Það hefur kom- ið fyrir mjög leiðinlegt atvik, sem er skóJanum til skammar. Einhverjir dreng- ir, vafalaust úr þessum skóla, sátu fyrir öðrum dreng úr 6. bekk, Geira litla Árnasyni, réðust á hann og köstuðu honum fram af brekkubrúninni hér við skólann, en hann var að hjálpa móður sinni að gera hreint. Þessir drengir voru þrír saman, og þeir létu sér sæma, að sitja fyrir Geira og níðast á honum ein- um og varnarlausum, og fara mjög illa með hann. Hann meiddist í fæti, þegar hann kom niður fyrir brekkuna, líklega tognun, og það var ekki þessum drengj- um að þakka, að hann meiddist þó ekki meira. Þetta er skömm fyrir skólann, en þó einkum drengina, sem þarna voru að verki, að sýna félaga sínum þennan ódrengskap. Nú skora ég á þessa drengi að gefa sig fram, áður en skóla lýkur í dag. Það verður engum refsingum beitt frekar en vant er.“ Skólastjórinn þagn- aði og leit yfir hópinn. Hann beið góða stund, en enginn gaf sig fram. Skólastjórinn hélt áfram og mælti: „Mér þykir leitt, að sökudólgarnir skuli ekki vera menn til að kannast við brot sitt. Það hefði verið þeim fyrir beztu. En ef samvizkan skyldi fara að ónáða þá, er ég alltaf til viðtals á skrifstofu minni. Svo tölum við ekki meira um þetta að sinni. Gerið svo vel að ganga ánn.“ Þeir félagar gengu ekki á fund skóla- stjórans þennan dag, því miður.. Það var mikið talað um þetta í skól- anum næstu daga, og mörgum getum að því leitt hverjir þetta hefðu verið. Þetta mæltist yfirleitt illa fyrir, svo að þeir félagar voru ekki öfundsverðir af að hlusta á umræður um málið enda tóku þeir aldrei þátt í þessum umræðum af skiljanlegum ástæðum og reyndu allt- af að draga sig í hlé, þar sem þetta bar á góma. Geiri kom í skólann morguninn eftir, en var þá nokkuð haltur, hann var það, það sem eftir var vetrarins. Hann sagði aldrei neitt, þegar þetta var til umræðu í skólanum, og þegar hann var spurður að því, hvort hann vissi ekki hverjir hefðu gert þetta, sagð- ist hann enga hugmynd hafa um það. Svona leið veturinn og bar fátt mark- vert til tíð.inda, sem í frásögur .sé fær- andi. Sól hækkaði á lofti og dagarnir 8 VORIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.