Vorið - 01.03.1966, Blaðsíða 22

Vorið - 01.03.1966, Blaðsíða 22
menn voru píndir. Þegar við komum þangað leið mér ekki vel að horfa upp á þetta. Þangað niður fara aðeins þeir, sem eru góðir á taugum. Síðan var farið heim á hótel, en um kvöldið fórum við ásamt Páli Heiðari á ljómandi fallegan veitingastað. Okkur var borinn dýrindis matur sem við gerð- um góð skil. A palli í miðjum salnum var hawaiisk hljómsveit sem lék róman- tísk lög frá Suður-Kyrrahafseyjunum. Þessi staður var eftirlíking af strönd eyj- ar í Suður-Kyrrahafinu, með kóral- rifjum, útskornum guðamyndum og flestu því sem maður les um eða sér í kvikmyndum frá Hawai. Þegar við fór- um út, skoðuðum við marglita fiska í búrum, sem komið var fyrir í anddyr- inu, en það var eftirlíking af gríðarlega stórum sjávarhelli. Og seint um kvöldið var farið heim á hótel og sofið vært til morguns. Snemma morguninn eftir fórum v.ið á fætur, en er við komum niður í veit- ingasalinn, þar sem við vorum vanir að borða, var allt morandi í fólki, svo við komumst ekki að. Borðuðum við þá annars staðar. Fram að hádegi var ark- að úr einni búðinni í aðra og verzlað m.ikið, en þá fórum við á skrifstofu Flugfélagsins og kvöddum Pál Heiðar. Síðan var haldið til Jóhanns Sigurðs- sonar, en hann var á skrifstofu sinni. Sýndi hann okkur myndir, sem ljós- myndari hafði tekið af okkur við kom- una til Lundúna. Jóhann fór með okkur á danskan veitingastað og þar borðuð- um við okkar seinustu máltíð í London. Klukkan var orðin hálf þrjú er við stóð- um upp frá borðum og gátum við aðeins farið í eina verzlun áður en við brun- uðum út á Lundúnaflugvöll, því flug- vélin til Islands átti að hefja sig á loft kl. 4. Flugvélin sem við flugum með var „Skýfaxi“, og brátt hóf hún sig á loft og London hvarf sjónum okkar. Það var leiðinlegt að skilja svona fljótt við þessa skemmtilegu borg, þar sem ég hafði upp- lifað ynd.islegustu stundir í lífi mínu. Alla leið til ættjarðarinnar flugum við ofan skýja, og vissum eigi fyrr en Ský- faxi lenti lieilu og höldnu á Reykjavíkur- flugvelli. í flugafgreiðslunni kvaddi ég ferða- félaga mína og þakkaði þeim fyrir ynd- islega ferð. Flugfélag.i Islands og Vor- inu færi ég mínar beztu þakkir. Hjálmar Haraldsson. J SVÖR VIÐ VERÐLAUNAGETRAUN 7 \ í 3. HEFTI S \ 1. Hann er afmælisdagur Jóns Sig- 1 i urðssonar. I i 2. 21. júní. I / 3. Miðnætti. ? 7 4. Einn sólarhring. 7 1 5. Við hreyfingu mónans umhverfis 1 I jörðu. 1 L Verðlaunin hlaut Guðbjörg Hjalta- i / dóttir, Viðiholti, Skagafirði og var það 1 1 bókin Sögur Jesú. 7 J SVÖR VIÐ VERÐLAUNAGETRAUN J J í 4. HEFTI \ 1 1. Einn mónuð. I | 2. Klukkan 6. 1 7 3. Með 1. sunnudegi i jólaföstu. 7 7 4. 21. desember. 7 1 5. Þorri var tileinkaður bændunum 7 1 en Góa konunum. j i Verðlounin hlaut Jón Guðmunds- i i son, Grundarstig 8, Floteyri og var í 7 þcð bókin Sandhóla-Pétur II bindi. I 18 VORIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.