Vorið - 01.03.1966, Blaðsíða 24

Vorið - 01.03.1966, Blaðsíða 24
svo fór að færast líf í handlegginn. Áki gat hreyft hann og lyft honum hærra og hærra. Hann gat stutt sig við hann og notað fingurna, og nú er það næsta ótrú- legt, hve mikið gagn hann hefur af hend- inni. En vinstri fóturinn er talinn ólækn- andi. Eigi að síður er það undravert, hvað hann getur komizt á öðrum fæti og hækju undir hvorri hendi. Hann gengur stundum alveg upp að Stíflunni, eða hann fylgir Lúðvík frænda, þegar hann er að líta eftir í rafstöðinni. Og í hjólastólnum ekur hann langar ferðir eftir skógarstígnum, og þar sem jarð- vegurinn er harður og þurr, renna hjól- in vel milli grenitrjánna. Hjólastóllinn rennur einnig vel eftir þjóðveginum, þar sem ekki eru mjög brattar brekkur. En versta brekkan er Kolbeinsbrekkan. Hvers vegna skyldi vegurinn hafa verið lagður upp svona bratta brekku? Fyrst beint upp eins og húsþak og svo eins bratt aftur niður. Áki hefur oft undrast yfir því. Ef vegurinn væri lagð- ur í bugðum yrði næstum enginn bratti. En þetta var sök gamla Kolbeins, bónd- ans í Innsta-dal, sem neitaði að láta leggja veginn yfir akra sína. En hvers vegna sýndu þeir honum ekki í tvo heimana? Það var ekki aðeins Áki, sem undr- aðist yfir því, því að þessi brekka var farartálmi fyrir allan dalinn. Hún er erfið fyrir hesta með þungt vagnhlass og gamalt fólk verður að hvíla sig oft, áður en það kemst upp. Þessi brekka lokar öllu útsýni fyrir Áka, svo að hann sér hvorki skólann eða íþróttavöllinn, en þar eiga flestir félagar hans heima. En þó að undarlegt megi virðast hefur hann aldrei vantað í skólann nokkurn dag vegna brekkunnar. Það á hann að þakka öllu þessu góða fólki í Bjarnar- dal, fyrst og fremst skólafélögum sínum og kennslukonunni, og svo Önnu ftænku sinni, sem er svo stór og sterk, að hún er kölluð Stóra-Anna. Strax fyrsta daginn stóð hópur barna við brekkuna og biðu eftir því að fá að hjálpa Önnu og ýta á eftir vagninum. Kennslukonan hafði séð það. Henni þótti þetta fallega gert og tók á móti þeim á skólatröppunum. — Það er gæfumerki fyrir ykkur, börn, að vera vingjarnleg við Áka, sagði hún. Síðar minnti hún þau á þetta við og við, og félagarnir höfðu reynzt honum vel. Þeir hjálpuðu honum í skólann og úr honum. Erfiðast var það í krapi og djúpum snjó að vetrinum, en þá komu þeir upp að Stíflunni og drógu hann á sleða. Það kom einnig fyrir að einhver félagi hans sótti hann með hesti og sleða. Það var einkum, þegar þeir vildu fá hann með í afmælisveizlu eða skemmt- un í skólanum. Áka eru sérstaklega minnisstæð öll hátíðahöldin 17. maí á þjóðhátíðardegi Noregs. Þá sagði kennslukonan alltaf eitthvað frá föður hans og fullorðna fólkið tók í hönd hans og sagði: — Þú verður áreiðanlega einhvern tíma stór og hraustur eins og faðir þinn. Fólkið sagði þetta með hlýleik í rödd- inni. Svo gaf það honum ávexti og 20 VORIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.