Vorið - 01.03.1966, Blaðsíða 26

Vorið - 01.03.1966, Blaðsíða 26
Sá hluti íþróttasvæðisins, sem hefur ver- ið ruddur, er of lítill fyrir tvö mörk, svo að þeir æfa aðeins með einu marki. Framherjar sækja á, en vörnin reynir að koma í veg fyrir að knötturinn lendi milli grenitrjáa, sem notuð eru fyrir markstengur. Aðeins einn þeirra hafði kynnt sér knattspyrnureglurnar rækilega. En að hvaða gagni kemur það, þegar ekki er hægt að koma þeim inn í kollinn á þeim, sem leika á vellinum. Þeir geta að vísu lært, að þeir eiga ekki að taka með höndunum á knettinum, ekki bregða, gera horn, kasta inn og taka vítaspyrnu. En það er alveg vonlaust að kenna þeim, hvenær þeir eru rangstæðir. Þetta geng- ur allt út á löng spörk og háa bolta, sparkað er af öllum mætti og tillitsleysi, svo að drengirnir rjúka saman eins og reiðir hanar. — Nei, nei, hrópar Aki og blæs lengi í flautuna. Hann verður reiður og lætur drengina fá það óþvegið. Fyrst á eftir gengur það svo vel og hann hvetur þá með örfandi orðum: — Fram Bj arndælingar. Framherjarnir eru fljótir. Þeir nota skalla og senda knöttinn hver til annars. Þeir smjúga gegnum eyður í vörninni. Nú dugar ekki að draga af sér. Og loks verður mark. — Húrra, húrra, heyrist hrópað. Það er ekki aðeins Áki, sem kallar heldur einnig stúlkurnar og minni drengirnir kalla eins og þeir geta. — Húrra, Bjarndælingar. — Prýðilegt, hrópar Áki og klórar sér bak við eyrað. — Sækið á aftur, kall- ar hann. Nú á hann erfitt með að sitja kyrr hann lifir sig svo inn í leikinn. Hann stjórnar öllu úr hjólastólnum, sveiflar hækjunum fram og aftur og kall- ar ráðleggingar til leikmanna. Ef þeir haga sér öðru vísi en hann vill, leggur hann hækjurnar á hné sér og hristir höf- uðið. Á þessum stundum er hann undr- andi yfir, til hvers sumir drengir hafi tvo heilbrigða fætur, fyrst þeir geta ekki notað þá betur. Hann er eins þreyttur og hinir dreng- irnir, en nú er komið að mesta vanda- málinu: Hann þarf að velja liðið fyrir kappleikinn. Hann hefur enn ekki sagt nokkurt orð um, hvernig það muni verða. En hann hefur hugsað um það bæði dag og nótt. í huganum hefur hann metið getu hvers og eins, teflt þeim í hin- ar ýmsu stöður, og að lokum komist að niðurstöðu, að þarna ú hann að vera og hinn hér og hvergi annars staðar. Það er allt hljótt meðan hann tekur upp pappírsörk, og fer að lesa upp. En hann er ekki kominn langt, þegar einn af stærstu og duglegustu drengjunum mótmælir. Það er Kolbeinn í Innsta- dal, liann vill ekki vera bakvörður. Hann vill vera miðframvörður. — Allir ættu að geta skilið, að það liæfir honum bezt. Og það eru fleiri, sem vilja sjálfir ráða. Ef að Kolbeinn verður miðfram- vörður, þá vilja þeir einnig láta flytja sig til. Áki reynir að tala þá til. — Þeir stærstu og öruggustu verða að vera bak- verðir, segir hann, og álítur að nú verði Kolbeinn ánægður. En Kolbeinn vill ekki beygja sig. — Hann veit betur en nokkur annar hvað 22 VORIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.