Vorið - 01.03.1966, Blaðsíða 34

Vorið - 01.03.1966, Blaðsíða 34
„Ekki nokkurn skapaðan hlut,“ sagði Villi. „En góði minn, þetta er stórsynd. Veiztu það, að mig vantar formúluna fyrir þrumuveðri með 12 eldingum og ellefu þrumum, og nú verð ég að vita hvað ellefu sinnum tólf er mikið. Trimmi skrifar, að hann hafi sent hina réttu lausn, en ég er viss um, að hún er skökk.“ „Nú, hvað sagði Trimmi, hverju svar- aði hann?“ spurði Villl, sem kunni bæði litlu og stóru margföldunartöfluna utan að?“ „Hann segir að tólf eldingar sinnum ellefu þrumur verði níutíu og níu þrumuský.“ „Þetta er nú alveg vitlaust,“ sagði Villi. „Tólf sinnum ellefu verða eitt- hundrað og þrjátíu og tveir.“ „Nei, heyrðu mig, góði minn, er það svona mikið?“ sagði risinn undrandi. „Þá er ég ánægður. Nú get ég búið til reglulegt þrumuveður. Ég þakka þér kærlega fyrir. Ég get líklega ekki gert neitt fyrir þig í staðinn?“ „Jú, það getur þú,“ svaraði Villi snögglega. „Þú getur sagt mér, hvernig ég eigi að fara að því að losna við þessa galdraskó. Þeir fara með mig hvert, sem þeim sýn.ist, hvort sem ég vil eða vil ekki.“ ^ „Eina ráðið til að losna við þá, er að setja þá á einhvern annan,“ svaraði sá stóreygði. „Segðu mér hver það er, sem þú vilt helzt koma skónum á. Þá skal ég gefa þér ráð, sem duga.“ „Ég vildi helzt, koma þeim á litla, ógeðslega dverginn, hann Trimma, þá skyldi ég senda hann til tunglsins,“ sagði Villi. „Ha-ha-ha-ha!“ hló risinn. „Ha-ha-ha- ha-------! Þetta er nú það bezta, sem ég hef heyrt í mörg ár. Það væri lionum mátulegt, þessum litla þorpara. Hlust- aðu nú á mig: Bíddu þangað til þú ert viss um að dvergurinn sé sofnaður, þá skaltu leggja þessa steina í skóna þína og sjá svo hvort þú losnar ekki við þá. Taktu þá svo og láttu á fæturna á Trimma, en það verður að gerast áður en þú ert búinn að telja upp að tíu. A eftir getur þú svo sagt honum hvert hann á að fara og þá munu skórnir leggja af stað, svo að hann mun aldrei koma aftur til baka.“ „Þúsund þakkir!“ sagði Villi Ijóm- andi af gleði og tók nú steinana, sem risinn hafði gefið honum. Svo kvaddi hann þennan góða risa og klifraði niður stigann aftur. Eftir litla stund var hann kominn aftur til dvergsins Trimma. Hann sat þá og borð- aði miðdagsmatinn sinn. Hann tók brauðsneið og dýfði henni i feiti og fékk Villa. „Nú ætla ég að fá mér miðdegis- 30 VORIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.