Vorið - 01.03.1966, Blaðsíða 38

Vorið - 01.03.1966, Blaðsíða 38
EVERT: Það er ekki víst, aÖ það séu menn héðan úr byggðinni. Menn, sem sigla um sjóinn, kasta oft tómum flösk- um í sjóinn, og svo halda þeir, að þær geti ekki orðið neinum að meini. Þeir hugsa ekki út í það, að tómar flöskur fljóta til lands. IVAR (þegar búið er að binda um fót- inn): Jæja, þá er þetta nú búið. Nú skulum við reyna að hitta lækninn að máli. Fyrst skulum við heyra, hvað umsjónarmaðurinn segir. (ívar og Evert leiða Aka út af sviðinu. Eftir- farandi fjögur samtöl heyrast að utan): UMSJÓNARMAÐURINN: Jæja, þarna er þá sjúklingurinn. Þetta er prýði- lega bundið um fótinn. ÍVAR: En sárið var dýpra en ég hélt, svo að við verðum að fara með hann til læknisins. UMSJÓNARMAÐURINN: Já, það á maður alltaf að gera. Farið með hann inn í bílinn minn. Svo skal ég aka hon- um til læknisins eftir fáeinar mín- útur. ÍVAR: Það var nú fínt. Er það þessi græni bíll? (Eftir nokkrar sekúndur koma þeir ívar og Ellert inn). ÍVAR: Það þyrfti að gera eitthvað til að koma í veg fyr.ir svona hirðuleysi, að henda flöskum hér og þar. ÓLAFUR: Já, það er satt. Það er hættu- legur sóðaskapur að kasta flöskum frá sér úti í náttúrunni, þar sem dýr eða menn geta skaðað sig á þeim. Það verður eitthvað að gera til að koma þessu í lag. Ég sting upp á, að við stofnum félag. HINIR: Bravó! Húrra! ÓLAFUR (Notar stein, sem fundar- hamar): Er þetta þá samþykkt af öll- um? ALLIR: Já. ÓLAFUR: Hvað á félagið að heita? PALLI: Strandlögreglan. SVEINN: Við eigum ekki að vera nein lögregla. Við eigum bara að halda uppi reglu. Ég sting upp á að v.ið köll- um félagið Hinn góði vilji. EVERT: Hinn góði vilji. Það er allt of hátíðlegt. ÓLAFUR: Ég sting upp á að það verði kallað „Strandverðirnir“. ALLIR: Það er fínt. Húrra! ÓLAFUR: Fallast allir á mína tillögu? ALLIR: Já. ÓLAFUR: Ég heyri, að mín tillaga hefur sigrað (ber í borðið). Þá verðum við að semja lög. Fyrsta grein á að hljóða þannig: — Allir góðir drengir eru hlutgengir félagar. PALLI: Eiga telpur ekki að fá að vera með? (Hlátur). Þær eru ekki hirðu- samari en drengirnir. OLAFUR: Það er hverju orði sannara, en telpur geta ekki verið strandverðir. BENGT: Þær geta stofnað sitt eigið félag. Það lendir allt í vitleysu, ef stelpur eiga að vera með í þessu fé- lagi. ÓLAFUR: Er lagagreinin samþykkt? ALLIR: Já. ÓLAFUR (Högg): 3. grein: Enginn má nota tóbak. ÍVAR: Er það nauðsynlegt að setja þetta í lögin? SVEINN: Þú ert nú sj álfur lifandi sönn- un þess. 34 VORIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.