Vorið - 01.03.1966, Blaðsíða 45

Vorið - 01.03.1966, Blaðsíða 45
súld og þoku og var óráðið flugveður til hádegis. Þangað gekk ég með heitar bænir í brjósti. Klukkan eitt . e. h. var mér tilkynnt — frá Kópaskeri — að flugvélin kæmi og ég skyldi mæta á flugvélaafgreiðslunni kl. þrjú. Kl. 2 lagði ég af stað, full eftirvæntingar, frá heimili mínu — Austara-Landi í Öxar- firði — ásamt yngri hróður mínum, Gunnlaugi, á jeppanum okkar Þ 994. Klukkan þrjú var ég setzt upp í flug- afgreiðslubílinn, en í honum biðu far- þegarnir, þar til sást til flugvélarinnár. Kl. 15 mín. eftir í fjögur, beyrðum við til hennar og sáum hvar hún kom — á renniflugi. Var þá strax ekið af stað. Flugvélin sveif mjúklega niður á völl- inn og kom alveg að bílunum. Eftir skamma stund var allur farangur, sem með henni átti að fara, kominn í vélina. Var þá ekki eftir neinu að bíða. Hrað- aði ég mér því upp í hana, eftir að hafa kvatt þá, sem fylgdu mér á flugvöllinn og sett á mig nafn flugvélarinnar, sem var Gljáfaxi TF. Þar næst hagræddi ég mér í sætinu, sem ég ákvað vinstra megin í vélinni og spennti vel beltið. Klukkan 10 mín. gengin í fimm fóru hreyflarnir i gang, með miklum gný, svo brast og brakaði í öllu. Og ég gat ekki betur séð en jörðin þyti burtu — undir henni — eins og hún væri hrædd og vildi sem fyrst forða sér frá þessum hávaðasama fugli. Eftir litla stund sveif vélin hátt á loft og nú fjarlægðist jörðin og allt virt- ist minnka. Innan við einn glugga henn- ar sat farþegi furðu lostinn og notaði augun eftir mætti. Þá kom til okkar hin fallega og brosmilda flugfreyja og bauð okkur konfektmola, sem var vel þeginn. Stefnan var nú tekin á Þórshöfn. Vél- in flaug lágt og ég sá vel yfir. Bíla sá ég á ferð og kindur hentust sitt á hvað, er þær heyrðu vélagnýinn. Kl. fimm fórum við af Þórshafnarflugvellinum, sem er skammt frá prestsetrinu, Sauðanesi. Það hélzt sama dumbungsveðrið, en annað slagið sá þó vel til jarðar. Kl. 15 mín. yfir sex birtust mér bernskustöðv- arnar — Bjarmaland í Öxarfirði. Það glampaði á húsin eins og litla stokka og vatnið sá ég mjög vel. Þetta er gaman að sjá, hugsaði ég, og hallaði mér aftur í sætinu, því nú byrgði þokan alla sýn. Um hug minn þutu minningarnar frá því ég var lítil stúlka, en þá hentist ég út úr bænum, þegar flugvéladunur barst að eyrum, til að horfa á flugvélarnar, sem stundum flugu mjög lágt yfir bæn- um. Og mikil unun hlaut það að vera að mega sitja í þeim, þar sem þær blik- uðu í sólskininu og hvergi sást ský á lofti. Nú varð þessi langþráða ósk að veruleika. Kl. 10 mín. eftir í sex lentum við á Akureyrarflugvelli. Þar átti að vera um 20 mín. viðdvöl. Flestir gengu inn í flug- skýlið, eða voru á gangi í nágrenninu. Kl. 10 mín. yfir sex voru allir komnir í vélina. Ég hafði mig í sæti mitt, út við glugga, yfir vængnum, vinstra megin. Á leiðinni suður var sólskin annað slagið og sá ég þá vel yfir allt hálendið. Mér varð oft litið á öll vötnin á Arnar- vatnsheiði. Ég sá einnig vel bæði Borg- arnes og Hvanneyri, en þangað hafði ég eitt sinn komið ásamt systrum mínum og eldri bróður. Skömmu síðar blasti Reykjavík við framundan. Og þegar vélin beygði inn á flugvöllinn, hallaðist VORIÐ 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.