Vorið - 01.03.1966, Blaðsíða 46

Vorið - 01.03.1966, Blaðsíða 46
hún á vinstri hliS, alveg eins og hún vildi sýna mér borgina sem allra bezt. Og mikið varð ég undrandi yfir stærð hennar og útliti. Flugvélin lenti þar tæpl. 20 mín. geng- in í átta og staðnæmdist örstutt frá af- greiðsluhúsinu. Ég losaði um beltið, reis á fætur, og gekk út í sólskinið. Nú hafði ég í fyrsta sinn sunnlenzka grund undir fótum. Ég var ekki fyrr komin út en vinkona mín — Aðalheiður A. Maack og maður hennar Oðinn Geirsson — óvörpuðu mig og varð ég þá glaðari en orð fá lýst. Það var fyrirfram ákveðið, að þau tækju á móti mér. Þessi vinkona mín, Aðalheiður, er þremur árum eldri en ég. Hún dvaldi tíma úr sumrum með mér heima á Bjarmalandi, á aldrinum 8—12 ára. Þá bundumst við þeim tryggðahöndum, sem ég vona að endist æv.ilangt. Næst var ekið í bílnum þeirra, R 6759, inn í borgina. Fórum við um elzta hiuta hennar. Þar sá ég mörg hús, sem ég hafði lesið um og heyrt nefnd í útvarpi, eins og t. d. Bændahöllina, Fríkirkjuna, Al- þingishúsið, Þjóðleikhúsið og ýms fleiri, er ég nú le.it eigin augum í fyrsta sinn. Eftir nokkra stund námum við staðar við Bakkagerði 15, þar sem Jarþrúður Maack, móðir hennar á heima. Þá fór- um við aftur niður í borgina, að húsi nr. 28 við Hverfisgötuna, en þar býr vinkona mín fyrrnefnda, sem ég kalla alltaf Gógó, og maður hennar Óðinn. Þar borðuðum við ljúffengan kvöld- verð, sem bragðaðist ferðalanginum í meira lagi vel. Síðar leit ég sjónvarp, í fyrsta sinn, en það er líkast því að horfa á kvikmynd. Síðan háttaði ég í uppbúið rúm. Og um leið og ég hallaði mér á koddann — eftir að hafa litið í bók, litla stund — við dunandi hávaða borg- arinnar, rétt utan við gluggann minn, luktust augun. Og undarlega fljótt sveif ég, með bros á vör, inn í draumalöndin, þar sem allur hávaði var hljóðnaður. Fyrst í stað, fannst mér þó meira til um hann — hér á jörðu niðri — en flug- vélagnýinn, því á fimm mínútum íaldi ég 40 bíla þjóta eftir götunni við hús vinkonu minnar, eins og þeir væru í kappakstri. Og ég heyrði sagt, að strætisvagnar far.i þar um aðra hvora mínútu. Dvöl mín í höfuðborginni. Þegar ég vaknaði, fyrsta morguninn, undraðist ég mest, að ég skyldi sofa eins og rotaður selur alla nóttina, í þessum gauragangi öllum. Varð mér litið út um gluggann og skildi þá enn betur en áður muninn á borgarlífinu og kyrrlátum morgnum upp til dala. Fram yfir hádegi dvaldi ég hjá Jar- þrúði, móður Gógóar. Þá fór ég á hár- greiðslustofuna „Perma“, og svo aftur heim til Jarþrúðar. Hjá henni var ég fram yfir kvöldmat. Þá fór ég út með Gógó og Óðni í R 6759. Þau óku með mig um alla borgina og þar á meðal upp að hitaveitugeymunum. Þaðan var margt að sjá. Veðrið var líka yndislegt, alveg slafalogn og blessuð sólin sendi sína mildu geisla yfir láð og lög. Næst var stefnt að forsetabústaðnum — Bessa- stöðum. — Þar þótti mér reglulega fall- egt um að litast. En hvergi kom ég auga á blessaðan forsetann. Þaðan fórum við 42 VORIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.