Vorið - 01.03.1966, Blaðsíða 48

Vorið - 01.03.1966, Blaðsíða 48
myndum. ÞaS tæki marga daga aft skoÖa það ef vel væri. Atjándi júlí heilsaði með sól og sunn- an andvara. Eftir hádegið fór ég út á skemmtigöngu með Gógó, Alla litla og Oðni, því nú var helgidagur .Við geng- um suður með Tjörninni. Þar syntu endur í tugatali ■— margar tegundir — og nokkrar með unga. Þar var einnig álftamóðir með sex unga, talsvert vaxna, en álftapabba sá ég hvergi. Við gengum suður um Hljómskálagarðinn og fannst mér ég þá vera komin upp í sveit. Fugla- lífið við Tjörnina og skógurinn og blóm- in, suður með henni, fannst mér undur fagurt og er áreiðanlega réttnefni að kalla þennan stað hjarta Reykjavíkur. Fyrir börn og unglinga borgarinnar hef- ur hann — fyrst og fremst — ómetan- legt gildi. í þessari sömu för fórum við inn í Hótel Sögu. Undraðist ég stórum allan glæsibrag þar, í einu og öllu. Munu fáir gleyma þeirri stund, er þeir — í fyrsta sinn — eins og ég, fóru í lyftuna og svifu upp á efstu hæð. Þar opnaðist hún og við gengum út, beint í „Grillið“, sem kallað er, en það er efsta hæðin með þrjár hliðarnar úr gleri. Þar er allt teppalagt og stoppaðir hægindastólar við hvert borð. Þar gengu um þjónar rauðklæddir með hvítan dúk á öðrum handlegg. Þeir voru mjög kurteisir og hneigðu sig og beygðu á báðar hliðar. Þarna fengum við okkur ljúffengar vöfflur, með sultu og rjóma, ásamt mjólk og kaffi. Þarna tók ég nokkrar myndir, bæði út um gluggana og eins inni. Útsýnið þaðan — yfir miðborgina — sólgyllta, og alla leið til Esju, er dá- samlegra en orð fá lýst. Þegar ég liafði dvalið þarna nægju mína fórum við aftur inn í lyftuna og niður á neðstu hæð. Þar gengum við út í veðurblíðuna og héldum ferðinni áfram. Margt sá ég á leið minni, þar á meðal Landakotskirkjuna og Landspít- alann. Ekki kom ég samt auga á neina nunnuna, eins og ég hafði óskað. Ég þóttist viss um að þekkja þær á því, að þær væru allar í svörtum, skósíðum hempum, með hvítan kraga og hvíta slæðu um höfuðið. Þá litum við inn í hið sérkennilega veitingahús, Naust. Þar virtist mér margt eins og í gömlu skipi. Stórir og gildir kaðlar voru hafðir þar fyrir stigahandrið og fleira var þar óvenjulegt. Húsin, sem við gengum fram hjá, voru mörg glæsileg en önnur eins og gengur og gerist. Flest áttu þau það sameiginlegt, að á þeim var sjón- varpsloftnet. A götunum var margt fólk og yfirleitt mjög vel til fara. Þó sá ég þar eitt, sem ég undraðist stórum og get ekki annað en talið fremur ljótt. Það voru þessir svonefndu Bítlar eða Bítla-stæling. Þeir voru með hár niður á herðar og á sum- um liðað. Svo voru þeir í leðurjökkum, níðþröngum buxum og skóm með háum og breiðum hælum. Svona hlunkuðust þeir áfram, — eftir götunum — hálf blindaðir af lubbanum, niður í augu. Þetta fannst mér óneitanlega Ijótt og ekki eftirsóknarverður útgangur. Þá var það málfar ýmsra, sem ég tók bezt eftir í verzlununum. Þeir sögðu fæstir fallegt heldur bara „lekkert“. Og ekki heldur baukur eða hólf, heldur 44 VORIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.