Vorið - 01.03.1966, Blaðsíða 50

Vorið - 01.03.1966, Blaðsíða 50
inn í blóðið og veldur þar sínum áhrif- um. Það getur meira að segja komizt í gegnum heilt hörund, eins og margir tóbakssmyglarar hafa fengið að reyna, sem hafa borið bagga af tóbaksblöðum á beru baki. Þeir hafa fengið hættulegar tóbakseitranir og jafnvel dáið af því. Nikotín lamar þann hluta taugakerfis- ins, sem stjórnar innri líffærum, þeim, sem ekki eru undir stjórn viljans. Má þar til nefna hjarta, maga, þarma, lungu o. fl. Lítill skammtur af nikotini nægir til að lama hjartað skyndilega og valda þannig dauða. Maður, sem hellti eitt sinn úr tóbaksdósum sínum út í glas og Eftir fyrstu sígarettuna. drakk síðan, hné dauður niður á auga- bragði. FYRSTU ÁHRIFIN Sá, sem neytir tóbaks í fyrsta skipti, finnur greinilega til eituráhrifanna, og skiptir þá ekki miklu máli, hvort hann reykir sígarettu eða tekur hressilega í nefið. Það er við búið, að honum verði þá óglatt, og hann getur jafnvel fengið uppköst. Hann náfölnar, svitnar og fær mikið munnvatnsrennsli. En það er hægt að venjast tóbakinu eins og öðrum eitur- lyfjum, og þola þá mörgum sinnum meira. En það setn verra er: Menn lang- ar alltaf í meira. N.ikotin hefur þau áhrif, að það hækk- ar blóðþrýsting. Þessi hækkun stafar af því, að það lamar taugar og vöðva, sem eiga að víkka út smæstu slagæðarnar, svo að þær herpast saman. Þetta veldur því, að blóðið á erfiðara með að kom- ast leiðar sinnar, og mótstaða sú, sem fyrir því verður, leiðir lil þess, að blóð- þrýstingurinn hækkar. Þetta veldur aft- ur vissri tegund af vellíðan, einkum þó það, að eiturþörfinni er fullnægt í b.ili. En áhrifin standa ekki lengi, og áður en varir gerir eiturþörfin aftur vart við sig hjá öllum þeim, sem eru orðnir háðir nautninni. ÁHRIF TÓBAKS Á HJARTAÐ Nikotin hefur mjög skaðleg áhrif á æðar hjartans. Þeirra áhrifa verður mest vart hjá mönnum, er reykja sígar- ettur eða vindla. Hinar svonefndu krans- æðar hjartans, sem þurfa jafnt og stöð- ugt að flytja hjartanu súrefnisríkt blóð, 46 VORIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.