Vorið - 01.06.1966, Blaðsíða 11

Vorið - 01.06.1966, Blaðsíða 11
íór það nú svo, að hún varð að snúa við, hún Þura. Glampinn var horfinn úr aug- unum, þegar hún kom niður til okkar Weð flaksandi hárið og blóðrisa hend- urnar. Rétt í því skall þokan yfir. Við stóðum á brúninni og horfðum niður í hyldýpið. Ólgandi þokuhafið hylgjaðist um klettana. Úrsvöl og sting- andi þyrlaðist hún um okkur eins og hol- skefla. Klettar eru eins og mannsandlit. k’ótt þeir geti jafnvel verið vingjarnlegir 1 sól, eru þeir fljótir að breyta um svip, °g í þoku geta þeir birt furðulegustu kynjamyndir, sem jafnvel taka á sig líf °g hreyfingu. Við litum hvert á annað, og það var angist og ásökun í augunum. Stella fór að gráta. „Það var þér að kenna, Þura,“ snökti hún og nuddaði sér um augun, svo að berjablámi og óhrein- indi, blandað tárum, flæddi niður um andlitið. Slíka ásökun gat Þura ekki þolað, sem Varla var von. „Nei, það er þér að kenna. Þú stakkst fyrst upp á því,“ sagði hún, og ég sá, að hún var að verða reið. Þegar hér var komið, gat ég ekki þagað. Aðra eins fjarstæðu hafði ég aldrei þekkt. Ég gleymdi alveg, hvar og hvernig við vorum stödd, ef til vill gleymdum við því öll. „Það varst þú, Þura, sem kveiktir þetta upp í okkur, svo var það bara steinn með grábrúnum mosa á,“ sagði ég- j,Víst er það gullkista. Ég skal ein- hvern tíma ná henni seinna. En það varst þú, sem kvaðst upp úr með að fara,“ sagð.i Þura og var æst. „Skammastu þín, Þura, það varst þú. Þetta er allt þér að kenna,“ hrópaði Stella. Þura ætlaði að beita líkamlegum að- gerðum. Henni var altént laus höndin, henni Þuru. En þá tók ég eftir því, að Stella nálgaðist klettabrúnina ískyggi- lega, um leið og hún hörfaði aftur á bak. „í guðs bænum, Þura, gættu að þér!“ hrópaði ég. Þura stakk við fótum. Öll áttuðum við okkur samstundis. Og aftur litum við hvert á annað, en nú var reiðin horf- in úr augunum. Þura varð fyrst til að mæla: „Við verðum að hafa okkur heim,“ sagði hún, og það var eins og sindraði af henni þróttur og líf, þessari tólf ára telpu með stálgráu augun og hrokknu lokkana. „Ég þori það ekki. Ég þori ekki að fara skeiðina. Ég þori ekki heldur að vera hér,“ sagði Stella og var aftur farin að vola. Einhvern veginn komumst við skeið- ina. Þura dró Stellu eins og kollótt lamb á haustdegi, en ég skreið og hugsaði um Guð og mömmu og hét á þau bæði til fulltingis mér. „Ó, ég er svo þreytt. Mér er svo kalt, og ég dett,“ kveinaði Stella. Við vorum neðst í gjánni. Ég mundi allt í einu eftir brauðinu, og þá var eins og maginn tæki kipp inn- an í mér. Hann var víst orðinn tómur. Brauðið var ekki lengur brauð. Út úr vösum mínum vall einkennileg blanda. VORIÐ 57

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.