Vorið - 01.06.1966, Blaðsíða 14

Vorið - 01.06.1966, Blaðsíða 14
Á Hótel Sögu — Til vinstri vinkona min Gljófaxi kvaddur við Kópasker. Gógó með Aðalstein litla. GUÐHÝ ANNA THEODÓRSDÓTTIR: ÆVINTÝRAFERÐIN, SEM ÉG GLEYMI ALDREI Framhald. Daginn eftir bauð þetta vinfólk mitt mér með sér til Þingvalla. Eg rak upp stór augu þegar ekið var niður í Almannagjá. Það var eins og maður steypti sér niður á milli hamra- veggja, sem minntu á smækkaða mynd af Ásbyrgi. Þetta kom svo óvænt, að ég hef sjálfsagt gleymt að depla augunum. Áður en við fóruin niður í gjána, námum við staðar við stöpul undan út- sýnisskífu, sem nú var horfin. Aðalsteinn — fað.ir Gógóar — lét dóttur sína, sem var tæpra tveggja ára, sitja á stöplin- um, á meðan við virtum fyrir okkur hinn fagra sjónhring. Þarna stóðu nokkrir ferðamenn álengdar. Segir þá gamall maður, allt í einu: „Nei, sjáið þið litlu stúlkuna hjá afa sínum.“ Þetta varð okkur öllum ósvikið hlátursefni. 60 VORIÐ

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.