Vorið - 01.06.1966, Blaðsíða 15

Vorið - 01.06.1966, Blaðsíða 15
Næst komum við að Drekkingarhyl. I’ar rifjuðust upp sorglegir atburðir um níðingsverk feðranna. Við komum einnig að peningagjá, sem er nafnkunn. hg varð alveg forviða þegar ég leit niður 1 hana og sá að í botni hennar glampaði a peninga í þúsundatali. Ég starði í kringum mig, góða stund. Þá rankaði ég við mér og kastaði nokkrum peningum í hana. Frá gjánni fórum við að Skeið- vellinum á Þingvöllum. Þar eru háðar kappreiðar á hverju ári. Þar er stórt hesthús, sem er alltaf yfirfullt, þegar kappreiðar eru haldnar. Nú sást þar hvorki maður né hestur. Allt var kyrrt °g hljótt. Hér komst maður í jafnvægi eftir skarkala höfuðborgarinnar. Héld- uni við svo áfram ferð okkar að sjálfum Þingvöllum. Þar var gaman að koma. Vatnið spegilskyggnt og mynd kirkj- unnar og þriggja hursta bæjarins spegl- nðist í því. Þarna voru hátar, sem hægt var að fá lánaða til að sigla á vatninu. Við gengum inn í Valhöll, sem er veit- Jngastaður og settumst þar við borð, sem rúmaði okkur öll. En það var Gógó, Óðinn, Jarþrúður, Gísli bróðir Gógóar °g systir hennar Sigríður, ásamt Aðal- steini Maack, föður þeirra og síðast en ekki sízt, litli sonur Gógóar, Aðalsteinn, sem lá í burðarrúminu sínu hinn róleg- asti, og svo að síðustu ferðalangur af Öðru landshorni. Við fengum mjólk, kaffi og gosdrykki, asamt girnilegum brauðsneiðum. Þær voru stórar og þykkar með feikna áleggi. Ég var alveg södd þegar ég var búin með mína sneið og stundi af vellíðan. Þegar við komum út tók Gísli mynd af hópnum, við hliðina á bílnum, sem flutti okkur milli allra þessara staða. Frá Þingvöllum fórum við aðra leið en við komum, til Reykjavíkur. Það er kallað að fara Þingvallahringinn. Þá sá ég Sogið og Vatnsvík. Héldum við svo áfram þar til við komum í Hveragerði. I3ar stigu stórir gufustrókar — hátt til lofts — upp úr jörðunni. Við ókum að öðru gróðurhúsinu þar, en það á ein- hver Páll Mikkelsen. Það var þá lokað. Þá ókum við að gróðurhúsinu Eden. Þar inni var dásamlegt um að litast. Allt þakið í blómum innan um öll ljósin og stórir vínberjaklasar og tómatar héngu þar á greinum. Þar fengust vínber í plastpokum og keypti ég mér einn, ásamt litlum blómavasa, er ég ætla að eiga til minningar um þessa ferð. Þarna var líka stórt fiskabúr, með allavega röndóttum og bröndóttum fiskum, er syntu inn á milli gróðursins í búrinu. Þeir stærstu voru 6—8 sm á lengd. Þarna gengum við fram og aftur og önduðum að okkur þessum dásamlega gróðurilmi, sem einkennir öll gróður- hús. Að lokum héldum við af stað til borgarinnar. Það var gaman að sjá yfir frá Kömbunum, á leið til Reykjavíkur. Við ókum fram hjá Skíðaskálunum í Hveradölum. Það er falleg bygging, sem nú var öll ljósum prýdd og sveipuð húm- blæjum kvöldsins. Um eitt leytið — um nóttina — nám- um við staðar hjá Hverfisgötu 28, hress og glöð eftir dásamlegt ferðalag. Næsti dagur heilsaði með ágætu veðri. Þá fór ég í búðir með barnfóstru Jar- þrúðar, sem kölluð var Dolla, stillt og prúð og rataði um allt. Var hún mér til VORIÐ 61

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.