Vorið - 01.06.1966, Blaðsíða 18

Vorið - 01.06.1966, Blaðsíða 18
stiginn var settur út. Þar kvaddi ég Gljá- faxa með innilegri þökk og hrifningu fyrir þessa síðustu himnaför. Þarna sá ég bílinn minn, Þ 994, ásamt eldri bróður mínur, Guðmundi, sem kominn var til að sækja mig. Eftir stundar dvöl á Kópaskeri, hjá kunningj- um og vinum, héldum við af stað. Þegar ég nam staðar, á hlaðinu heima, þar sem öllum leið vel, fannst mér þetta ferðalag — frá upphafi til enda — hafa verið eins og heillandi draumur. Svo lengi, sem ég lifi, mun það veita mér un- að ogyl að reika umþær minningaslóðir. Að lokum v.il ég svo þakka — af heil- um hug — öllum, sem leiðbeindu mér og skemmtu, á ferðalaginu, og þá fyrst og fremst fj ölskyldunum á Hverfisgötu 28 og Bakkagerði 15, Reykjavík, ásamt Agli og Margréti, Eyrarlandsvegi 12, Akureyri. Síðast en ekki sízt vil ég svo þakka Flugfélagi íslands og ritstjórum Vorsins, fyrir frumkvæðið og þann höfðingsskap þeirra, sem varð til þess, að ég lifði þetta yndislega ævintýri. Beztu óskir. Austara-Landi í Oxarfirði, 12. sept. 1965 Guðný Anna Theodórsdóttir. X Bóndi nokkur kallaði lögfræðinginn asna, þegar hann mætti fyrir réttinum, og skrifarinn sektaði hann samstundis. Bóndinn lagði pen- ingana á borðið og spurði: — Er einnig lögbrot að kalla asna lögfræð- ing? — Nei, það varðar ekki við lög, svaraði skrifarinn. Þá sneri bóndinn sér að lögfræðingnum og sagði: — Verið þér sælir — herra lögfræðingur. X — Hvers vegna hefur hann pabbi svona lítið hár, mamma? — Af því að hann hugsar svo mikið, drengur minn. — En hvers vegna hefur þú þá svona mikið hár? H J Á SPÁKONUNNI Drengur og stúlka eiga að leika þennan leik. Ei” af telpunum klæðir sig eins og gömul kona eða ZÍ9' aunakerling og drengirnir, sem ekki þekkja leikint koma inn einn og einn í einu. Þegar drengurinn kemuo segir sfulkan: „Þú vilf lúta spú fyrir þér, Árni Guð' mundsson?" Þú vilt kannski fú að vita nafnið ú tilvon' andi konu þinni?" „Gottf Réttu mér hönd þína." Spúkonan skoðar nU hönd hans núkvæmlega og tautar eitthvað fyrir munn' sér ú meðan. „Ég sé — jú, ég sé —- greinilega, að væntanleg0 konan þín heitir ú sínum tíma — ja — biddu nú vi®- — Jú — hún mun heita — frú Guðmundsson."

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.