Vorið - 01.06.1966, Blaðsíða 19

Vorið - 01.06.1966, Blaðsíða 19
SAGAN AF ÞUMLI LITLA GAMALT ÆVINTYRI Einu sinni voru hjón á bæ, sem áttu sjö drengi. Allir voru þeir stæltir og sterkir, nema einn. Hann var ekki stærri en þumalfingurinn á honum föður hans. Þess vegna var hann kallaður Þumall. Hann hafði þann vana að fara undir skammelið hjá henni mömmu sinni. Það- an gat hann heyrt allt, sem faðir hans °g móðir töluðu saman, án þess að þau vissu af. Dag nokkurn, þegar hann sat undir skammelinu, heyrir hann að mamma segir við pabba, að nú eigi hún engan Wat að gefa þeim, og því vill hún að pabbi fari með drengina út á skóg og sjái svo um, að þeir rati ekki heim aftur. Ef hann v.ildi ekki gera þetta, yrðu þau öll að deyja úr hungri. Pabbi var tregur til að fallast á þetta, en mamma lagði svo mikla áherzlu á það, að pabbi lét loks undan. Svo kom þeim saman um að vekja drengina snemma næsta morgun, og svo skyldi pabbi fara með þá út á skóg, þegar þeir hefðu fengið eitthvert matar- kragð. Þegar Þumall litli heyrði þetta, fór hann út, sótti nokkra smásteina, og þeg- ar allir eru háttaðir lætur hann steinana i vasa bræðra sinna og fer síðan sjálfur í rúmið. Snemma næsta morgun eru bræð- urnir vaktir til að fara út í skóg. Þeir fengu svolítinn matarbita að eta og leggja síðan af stað með pabba sínum. Þumall litli biður bræður sína að strá smásteinum á veginn smátt og smátt. Þeir gera það. Þegar þeir eru komnir langt inn í skóginn, fer pabbi þeirra frá þeim og bannar þeim að elta sig. Hann tekur á sig langan krók á leið- inni heim. Allir bræðurnir fara að gráta nema Þumall litli. Hann grét ekki. Hann segir bræðrunum, að þeir skuli hætta að gráta, en fara heldur að leita að smásteinunum. Þeir gera það og finna þá, og þeir komast heim nokkuð á undan pabbanum. Mamma þeirra var ekki mjúk í máli og spyr hvar pabbi þeirra sé. Þeir segja sem var, að hann hafi farið á undan þeim, en vissu annars ekki hvert hann fór. Mamma þeirra rekur þá nú í rúmið og þeir fara að sofa, nema einn. Það var Þumall litli. Hann fór og settist hljóð- lega undir skammelið hjá móður sinni. Þegar pabbinn kom aftur, er mamma þeirra reiðileg á svip. Hún sagði, að það væri honum að kenna, að dreng- irnir liöfðu ratað heim aftur, hann hefði farið með þá of stutt inn í skóginn. Fað- irinn lofaði að fara næsta dag, og þá miklu lengra inn í skóginn. VORIÐ 65

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.