Vorið - 01.06.1966, Blaðsíða 23

Vorið - 01.06.1966, Blaðsíða 23
í SJÁVARHÁSKA EFTIR A. CHR. WESTERGARD Skútan „Erna“ frá Lemvig lá 100 wílufjórðunga V.S.V. frá Thyborön. Hún var hætt veiðum, en mikill stormur var af A.N.A. og skipstj órinn var orðinn ffljög óðfús að komast heim. Skútan var gömul og vélin einnig. Þeir höfðu fiskað vel, svo að skútan var mjög hlaðin. Hann gat auðvitað siglt til Esbjerg. Þangað var betra leiði fyrir skútuna, en hann var ekkert hrifinn af að sigla þangað. Horgin var svo stór og það var ekki gott að eiga við fiskkaupmennina þar. Daníel gamli skipstjóri sat inni í stýrishúsinu og hugsaði. Hann hafði setið þarna í þrjá klukkutíma með tóbaksdósirnar fyrir framan sig. Hann kannaðist við hverja hreyfingu skút- unnar og fylgdist með þeim, ekki sízt ef þær voru eitthvað óvenjulegar. Atti hann að reyna að komast inn í alinn? Hann átti það á hættu að vélin Hryti sig niður úr bátnum, áður en þeir kæmust inn. En ef hann lægi hér og biði, gat farið svo, að aflinn skemmdist, °g veiðiferðin yrði til einskis. Það kost- aði það, að hann yrði að taka úr banka- kókinni. Daníel gamli fékk sér væna tuggu af tóbaki. Það hlaut að slarka. Það hafði skútan gert svo oft áður. Hann hefði átt að selja skúturæfilinn fyrir tveimur ár- Urn> þegar hann langaði sem mest í nýja bátinn, sem Knudsen var að smíða. Já, hann hefði átt að leggja skútunni fyrir þremur árum. En það var ekki svo auð- velt. Hann óttaðist atvinnuleysi. Dag- arnir urðu þá svo óendanlega langir. Nú kom brotsjór, sem Daníel hafði ekki búizt við. Hnakki hans slóst í vegginn, síðan féll hann áfram á gólf stýrishúss- ins. I sama bili opnuðust dyrnar og yngsti háseti skútunnar kom inn, Birgir, fimmtán ára gamall piltur. „En afi. Ertu nú hættur að geta fylgzt með hreyfingum skútunnar?” sagði hann. Gamli maðurinn stóð á fætur. Hann var dálítið ringlaður. „Ert það þú, Birg.ir? Já, ég datt. Það kom brotsjór á skútuna, einn af þessum lumsku brotsjó- um. Maður er nú farinn að verða gam- all og ekki alltaf stöðugur á fótunum. Já, ég fékk dálítið högg, en það jafnar sig.“ Birgir leit með ástúð á gamla mann- inn og sagði: „Afi, við verðum að flýta okkur heim.“ „Já, en við ráðum nú ekki veðrinu. Eg hélt að það mundi skána.“ Birgir þagði, horfði á gamla manninn og var eins og hann væri að leita að orð- um, og sagði síðan stillilega: VORIÐ 69

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.