Vorið - 01.06.1966, Blaðsíða 30

Vorið - 01.06.1966, Blaðsíða 30
tækt en kaupmanninn ríkan, og þací er verð, sem verkar alveg öfugt. En svo er líka til verð, sem er gott fyrir alla aðila. Það er vandasamt að finna það, og til þess þurfa menn að vera duglegir að reikna. — Það er þetta, sem ég vil starfa að. — En það hlýtur að vera erfitt, segir Hjördís. — Erfitt? Tekur Áki upp og finnur að stúlkurnar trúa honum ekki. Þær trúa ékki, að hann, sem hefur aðeins annan fótinn heilan geti gert þetta. En þær skulu bara bíða. Og þessi hugsun situr föst í honum og hann segir nokkuð, sem hann hefur ekki ætlað að segja nokkrum manni: — Það veltur ekki á því, hvort menn hafa báða fætur heila eða ekki. Það velt- ur allt á vörunum, segir hann rólegur. Allir geta borið kassa og vörusekki, veg- ið og mælt og tekið við peningum. En allt veltur á þeim, sem situr á skrifstof- unni, og fylgist með búðinni og vöru- birgðunum, og hefur auga á hverjum fingri. Hann finnur að við þá, sem gera eitthvað öfugt, en þessi náungi sér um að fyrirtækið gangi. — Og þessi náungi verður sennilega ég. — Þú verður meiri þorparinn, segir Hjördís í glettni. Þá fer Áki að hlæja, og svo hlæja þau öll. Þetta sumarkvöld er heiðskírt og fag- urt. Hlýr sumarblærinn leikur um þau og himinninn er blár svo langt sem aug- að nær. Og telpurnar sitja fast við hann og bulla og hlæja inn í eyrun á honum. Hárlokkar Hjördísar strjúkast við kinn- ina á honum. Og allt í einu fer Sigríður 76 VORIÐ að raula kvæði og stappar í takt við lagið. En bráðlega berst knattspyrnuleikur- inn í tal. Þá hætta þau að raula, því að þetta er alvörumál. Þau eru ekki bjart- sýn, en grunar það versta. En þegar þau eru fleiri saman reyna þau að hug- hreysta hvert annað, en því nær sem kemur að þessum örlagadegi, því meiri verður spenningurinn. Að lokum láta þau huggast við orð Áka: — Vallna-drengirnir geta sigrað okk- ur, þangað til við lærum að sigra þá. — En þá skulum við þakka þeim hjálpina, og það verður það síðasta, sem hann segir, áður en þau skilja. Hann fylgir þeim með augunum alveg niður að beygjunni, og þegar þær koma þangað, langar hann mest til að kalla til þeirra og biðja þær að koma aftur. Áður var mikið líf hér í Stíflu eins og í þorpi. Nú er það aðeins lítill blettur milli greni- skógar og hárra ása. Drungalegur niður Bjamarfossins fellur saman við ein- manakennd hans, þar sem hann situr aleinn. Þetta hefur verið öðruvísi áður, hugs- ar Áki, og minnist, hvað Anna frænka og Lúðvík frændi liafa sagt um gamla daga. Þá var Bj arnarfossinn allur annar en nú. Glitrandi kom liann niður af berginu og féll fram hj á húsunum, kastaðist frá ein- um stalli á annan nærri sextíu metra. Hér í Stíflu var ekki veglegt áður fyrr. Lítið stofuhús og lágt grátt gripahús með bása og rúm fyrir nokkrar kindur. í þessu litla húsi voru þau Anna, Lúðvík og faðir hans fædd. Faðir hans var víst eins hár og Anna frænka, og það var

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.