Vorið - 01.06.1966, Blaðsíða 32

Vorið - 01.06.1966, Blaðsíða 32
þjáðist mi'kið eftir að hún eignaðist þig, af því að þau bjuggu í bænum. Þá var faðir þinn farinn í sitt síðasta ferða- lag nokkrum mánuðum áður. í eitt skipti annað hafði Anna sagt meira um móður hans. Sá dagur er Áka minnisstæður. Hann var þá nýlega byrj- aður í skólanum og var að draga myndir á blað. Þá stóð allt í einu kona í dyrun- um, kona með stóran hvítan hatt í fínni kápu. Anna frænka og Lúðvík voru líka í stofunni, en hvorugt þeirra bauð henni sæti. Þessi vel klædda kona sagðist vilja sjá dótturson sinn. Svo gekk hún til Aka, tók í hönd honum og strauk hon- um yfir hárið. — Þú veizt eflaust hver ég er? spurði hún blíðlega. En það vissi Áki ekki. — Ég er amma þín, Guðrún frá Ána- stöðum. Hefurðu ekki heyrt hennar getið? Síðan spurði hún um ýmislegt við- víkjandi honum, og því urðu þau að svara. En Anna frænka stóð við eldhús- borðið stíf eins og spýta og svaraði henni aðeins með einsatkvæðisorðum. Eigi að síður fékk hún svör við því sem hún spurði um. Að lokum tók hún í hægri hendina á honum, þá heilbrigðu. Staðnæmdist á miðju gólfi, eins og hún væri að hugsa sig um, og starði á nieðan hvasst á Önnu og Lúðvík. — Hann getur komið til mín, þegar hann verður stór, sagði hún. Hún var varla horfin út úr dyrunum þegar Anna tók til máls, og aldrei hafði Áki heyrt hana eins reiða, hvorki fyrr né síðar. — Þetta var amma þín, kaupmanns- frúin á Völlum, sagði hún. Það er í fyrsta skipti, að við sjáum hana hér, svo að þú átt þarna fína ömmu, sagði hún með bros í öðru munnvikinu. — Og fína móður, bætti Lúðvík frændi við. — Faðir þinn var lélegur tengda- sonur, og hún vildi hvorki sjá hann né móður þína, eftir að þau tóku saman, þó að hún væri eina dóttir hennar. Anna frærika talaði sig í hita og sagði margt, sem Áki skildi þá ekki. Hann mundi aðeins, hve reið hún varð við þessi síðustu orð ömmunnar. ■— Svo að þú átt að fara til hennar, Áki. Þú, sem hefur þó alltaf verið dreng- urinn okkar, sagði hún. — Nú ert þú nógu góður handa henni, þegar hún hefur engan annan. Sonur hennar er horfinn. Hann hékk iðjulaus heima, þar til hann var fullorðinn og gerði aldrei neitt. Svo hvarf hann, og enginn veit neitt um hvar hann er niður kominn. Áki getur enn heyrt orð bennar og séð allt greinilega fyrir sér. Og hann hugsar mikið um ömmu sína. — þá kemur þú til mín. Og nú situr Anna frænka hér og hefur ekki nefnt það með einu orði frá þeim degi. Lúðvík ekki heldur, en hann segir aldrei neitt, nema það, sem Anna hefur sagt áður. — En nú er ég orðinn stór, hugar hann. Og nú hef ég sagt það. Ég sagði það við Hjördísi og Sigríði, að ég ætl- aði til ömmu. Allt í einu verður honum hugsað til 78 VORIÐ

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.