Vorið - 01.06.1966, Blaðsíða 36

Vorið - 01.06.1966, Blaðsíða 36
inn sýnir hestastráknum. Vonandi finnst einhver spottinn. Ha, ha. (Þeir leiða Tóta á burt.) Tjaldið. 2. ATRIÐI. (Sama svið — hásætissalurinn. Nú er þar enginn ,inni nema kóngsdóttir. Hún situr þar og grætur.) KÓNGSDÓTTIR: Ekki skil ég hve harð- brjósta hann faðir minn getur verið, að ætla að láta hengja hann Tóta. Var þetta ekki saklaust? Hvað var eigin- lega Ijótt við það, að hann kyssli mig? Ekki var ég ófús til að kyssa hann aftur, því aS mér finnst hann Tóti reglulega fallegur. — Guð, ég er annars svo hrædd. Getur hann faðir m,inn verið svona midkunnarlaus? (Naggur kemur inn. Hann er hirðfífl konungsins.) NAGGUR: Hvað er að kóngsdótturinni? KÓNGSDÓTTIR: Ó, ætli það sé svo sem nokkuð, sem þú getur bætt. Farðu burtu Naggur. NAGGUR: Láttu ekki svona, stúlka. Margir hafa vit á því, að trúa Nagg gamla fyrir sorgum sínum, því að margt vandamálið hefur hann leyst fyrir einn og annan. Segðu mér nú ljúfan mín: Er það út af honum Tóta, sem þú situr hér og grætur? KÓNGSDÓTTIR (Klökk); Þú heldur það. NAGGUR: Því ferðu ekki til hans föður þíns og biður hann að náða Tóta. Annað eins hefur hann nú gert fyrir þig- KÓNGSDÓTTIR: Ég hef þegar farið, Naggur minn, en árangurslaust. Faðir minn er óhagganlegur. Hann segir að Tóti hafi svívirt konungsættina, og því verði hann að þola sinn dóm. Hvað get ég gert? NAGGUR: Segðu mér í einlægni og al- vöru: Þykir þér vænt um Tóta? KÓNGSDÓTTIR: J á, mj ög vænt — hann er svo fallegur og skemmtilegur. NAGGUR: Já gott og vel. Og viltu eitt- hvað á þig leggja til að frelsa liann? KÓNGSDÓTTIR: Ég á ekkert það í eigu minni, sem ég ekki vildi fórna til að Tóti fái aftur frelsi sitt. NAGGUR: Það er gott að heyra. Mig langar til að hjálpa þér, en það máttu vita, að ég æski engra launa. -L- Sjáðu nú til: Nú ferð þú fram og biður föður þinn að finna þig einan hingað inn í sálinn. KÓNGSDÓTTIR (áköf): Og hvað svo? NAGGUR: Ekkert svo. Ég sé um af- ganginn. — Yertu viss. Lofaðu mér bara einu. Segðu ekki eitt einasta orð, hvað sem á gengur hér í salnum. KÓNGSDÓTTIR: Ég lofa því. NAGGUR: Farðu þá og náðu í hann föður þinn. (Kóngsdóttir fer.) NAGGUR (Kallar): Púlli, Púlli. (Púlli, þjónn hirðfíflsins, kemur inn.) Púlli, um leið og kóngurinn kemur inn í sal- inn, þá slekkurðu öll ljós hér. Skil- urðu? Hér á að vera koldimmt. — Já — þegar allt er orðið dimmt, þá hleypurðu burt og felur þig. En gættu þess, að láta ekki finna þig, því að þá lætur kóngurinn hengja þig. PÚLLI (héralega): Ég skil, herra minn, Ekki skal standa á mér. 82 VORIÐ

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.