Vorið - 01.06.1966, Blaðsíða 37

Vorið - 01.06.1966, Blaðsíða 37
NAGGUR: Lána'ðu mér vasaljósið þitt. Lú ert alltaf með vasaljós á þér, er það ékki? PÚLLI (ákafur — glaður): Ég er nefni- lega alltaf aS tína ánamaSka fyrir her- foringjana á nóttunni. -— Fæ tvo aura fyrir stykkiS. Finnst þér þaS ekki gott verS. Ha? NAGGUR: ÞegiSu nú, Púlli, — gættu starfa þíns vel — og umfram allt — láttu engan sjá til þín. (Púlli hverfur). (Naggur hleypur bak viS glugga- tjöldin.) Kóngur og kóngsdóttir koma mn. Kóngsdóttirin er grátandi.) KÓNGUR: Nei, dóttir góS, þú verSur nú aS láta þér lynda, þó aS þú fáir ekki öllu framgengt — og þaS geturSu bókaS, aS hann sér ekki sólina aftur þessi piltur. Vera máttu viss um þaS, stúlka mín. (Skyndilega slokkna öll Ijós í hallarsalnum. Á bak viS glugga- tjaldiS, sem Naggur skauzt á hak viS bjarmar í ljós). NAGGUR (bak viS gluggatjaldiS meS draugslegri röddu): Grimmlyndi kon- ungur, nú hljómar lúSur dómsinn. KONUNGUR (hræddur): Hver er þaS sem talar? NAGGUR: Þegi þú. Hjarta þitt er úr steini. — Þú ert meSaumkunarlaus meS öSrum, en blauSur þegar hlut- U'nir snúa aS sjálfum þér. Vita skaltu konungur, aS ég sem hér tala er refsi- engill hinnar heilögu þrenningar. Ég var staddur hér í höllinni áSan, þegar þú ákvaðst aS ungur og saklaus piltur skyldi líflátinn. Þar gerSir þú þig sekan um guSlaust hjarta og óhæfu- verk, og því hef ég ákveSiS aS refsa þér meS því, aS láta rassinn á þér héSan í frá breytast í gler — Glerrass konungur — þaS hljómar ekki óvirSu- lega. Jafnframt máttu vita þaS, aS þú skalt sleppa piltinum, annars fara allir líkamshlutar þínir á sömu leiS og rassinn. Eftir þaS yrSir þú eins og hver annar postulínshundur. KÓNGUR: VægS (kastar sér á kné). VægS, góSi engill, vægS. NAGGUR: Þú færS enga vægS, fyrst þú vægir ekki öSrum. KÓNGUR: Ég skal vægja hestastrákn- um. NAGGUR: Gott er þaS, en viS glerrass- inn get ég ekki losaS þig refjalaust. Er nú ekki annaS fyrir þig aS gera, en láta strax boS út ganga aS hver sá, sem geti læknaS þig, fái ósk sína uppfyllta. ÞaS reyna víst margir aS freista gæfunnar. Nú hverf ég á braut, en minnast skaltu orSa minna. (Fer ÚL um gluggann bak viS tjöldin. Ljós- in kvikna. Kóngsdóttir gengur aS gluggatjaldinu og gægist á bak viS þaS). KÓNGSDÓTTIR: Hér er enginn, faSir minn. KÓNGUR: ÞaS er einmitt þaS. (Grípur um rassinn.) AS finna hvernig sitj- andinn á mér er orSinn kaldur og til- f.inningalaus. Glerrass — hræSilegt. Refsiengill — ægilegt. HvaS á ég aS gera? Nú, ég get ékki einu sinni sezt niSur, því aS þá brotnar náttúrlega rassinn. Og hvernig get ég sofiS? Enganveginn. Ekki get ég lagzt á hak- iS. Nei, þá brotnar rassinn. HvaS getur hjálpaS? Hver getur hjálpaS? (Gengur um gólf og nuddar hend- urnar). Hjálp. Hvar er Dreki? VORIÐ 83

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.