Vorið - 01.06.1966, Blaðsíða 39

Vorið - 01.06.1966, Blaðsíða 39
KÓNGURINN: Heldurðu að hann viti nokkuð meira en hinir 174? HIRÐSIÐAMEISARINN: Númer 175 er hinn kunni læknir prófessor Al- vitran. KÓNGUR: Látið hann koma. En svo ei fleiri. (Hr. Alvitran kemur inn. Hann er mjög spekingslegur og sannur próf- essor í sjón og raun. Ilann hneigir sig djú])t fyrir konungi.) KÓNGUR: Jæja, doktor, J)ér ætlið að lækna mig. Þá er að hefjast handa. ALVITRAN: Svo skal gert, yðar hátign. (Snýr sér að Dreka, bendir.) Borð •— gerið svo vel og koma með borð. Dreki og Naggur fara og koma ramb- andi með borð. ALVITRAN: Vill hans hátign ekki gera svo vel að leggjast á grúfu upp á borðið. (Kóngur gerir það.) Alvitran tekur upp hlustunartæki, stingur í eyrun og tekur að hlusta sitjandann á kónginum. ALVITRAN: Þetta er eðlilegur rass, enginn glerrass. — Hann slær — andar. Yðar hátign er haldinn mjög slæmri ímyndunarveiki. — Já á háu stigi. Sjúkrahúsvist eflaust það bezta. KÓNGURINN (Þýtur upp): Ertu að væna mig um, að ég sé brjálaður, þrjóturinn ])inn. En sú ósvífni. ALVITRAN: Læknir á að segja satt. KÓNGURINN: Kastið honum á dyr. Réttast væri að skera af honum eyrun. (Varðmenn koma og kasta dr. Alvitr- an á dyr.) ÓREKI: Ætli væri nú ekki bezt að ganga frá og fá sér bita? Er hans há- t’gn ekki svangur? KÓNGURINN: Jú, ég er svangur og Jrreyttur. Komdu. (Þeir fara. — Naggur út um aðrar dyr. T jaldið. 5. ATRIÐI. (Naggur kemur inn. Ber poka fullan af glervarningi, eða öðru, sem brothljóð getur heyrzt í. Hann syngur): Það ætlar senn að ganga vel með glerrassinn hjá mér, og gott er allt, ef Tóti fær að lifa. Að stökkva á menn og hengja það ljótur leikur er já, ljótt er það, ég bæði segi og skrifa. En Tóti verður kóngur og kóngsdóttur hann fær, af kátínu mun gamli Naggur skella sér á lær. Þá verður ekki leiðinlegt að lifa. (Síðan tekur 'hann glervarninginn upp úr poka sínum og raðar honum í djúpan stól, sem stendur úti í horni. Breiðir síð- an vel og vandlega yfir, svo að engan gruni). NAGGUR: Allt er gott, ef endirinn allra beztur verður. Ha, ha. (Kóngur og Dreki koma inn. Naggur sezt í annan stól. Mjög virðist nú af konungi dregið. Hirðmeistarinn kem- ur inn.) KÓNGUR (við hirðsiðam.): Bíða þeir enn. HIRÐSIÐAMEISTARINN: Mér hefur nú tékizt að koma þeim öllum burtu, nema einum. Það er gamall gaur og VORIÐ 85

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.