Vorið - 01.06.1966, Blaðsíða 40

Vorið - 01.06.1966, Blaðsíða 40
fótfúinn að sjá. Hann neitar alveg að fara. Hinir koma aftur í bítið í fyrra- málið. Ég hélt að yðar hágöfgi þarfn- aðist hvíldar. KÓNGUR: Láttu nú samt þann gamla koma. Jafnvel hjá gömlum gráskegg, getur lækningin verið fólgin. Ég lifi ekki af aðra nótt á grúfu, og ekki má ég setjast. Nei, þá brotnar rassinn. Láttu hann koma. (Hirðsiðameistar- .inn gengur út, kemur að vörmu spori aftur og Tóti í fylgd með honum. Tóti er klæddur dularklæðum, sem gamall öldungur, gengur við staf og tinar mikið. HIRÐSIÐAMEISTARINN: Tobías stjörnumeistari gengur í salinn. TÓTI (Gengur til konungs og hneigir sig): Yðar hágöfgi (röddin skjálf- andi) leyfist mér að reyna að rétta yður hjálparhönd? KÓNGUR: Jú, ætli það ekki. Viljið þér þá ekki hefjast handa? TÓTI: Ég mun gera mitt bezta, yðar 'hátign, en engu get ég lofað fyrir- fram. Hvernig lýsir annars sjúkdóm- urinn sér, yðar hátign? — Mikill verkur? KÓNGUR: Nei, það er nú nefnilega það, ég finn sko ekkert til í honum. Það er nú það. Þess vegna gæti hann mæta vel verið úr gleri. En setj.ist ég eða leggist, þá brotnar hann. Ægilegt. Ég verð að losna við þennan glerrass. TÓTI: Viljið þér nú, göfugi konungur, ganga með mér hér um salinn. (Nagg- ur tekur um hægri hönd konungs og teymir hann tvo hringi. Tautar: Gonja, mæ, jabú, jabú, in, vú, bú. (Skyndilega þegar þeir fara fram hjá sófanum, þar sem Naggur kom fyrir glerinu, þá þykist Tóti detta með þeirri afleiðingu, að kóngur hrasar aftur á bak í sófann. Brothljóð kveður við. KONUNGUR (hljóðar upp yfir sig: Hann er farinn, brotinn, ægilegt. (Stendur upp). TÓTI: Er það nokkuð ægilegt. Ekki sýnist mér það, þvert á móti. Sami glerrassinn brotnar ekki nema einu sinni. Nú ertu laus við hann. KÓNGUR: Það er náttúrlega rétt, en þá stend ég líka eftir rasslaus. Það er líka huggun. TÓTI: (Klípur í rassinn á kógni). KÓNGUR: Æ, æ klípurðu mig í rass- inn. TÓTI: Hvernig er hægt að klípa í rasS, sem ekki er til? KÓNGUR: Hvað hefur gerzt? DREKI: Jú, það er auðséð. Gamli mað- urinn 'hefur læknað yðar hátign og gamli, góði kjötrassinn er kominn aftur: KÓNGUR: Já, það er víst satt. Ég þakka þér kærlega fyrir. Ég skal gefa þér fullan poka af fimmeyringum, gamli minn. TÓTI: Nú mun yðar hágöfgi vera að gera að gamni sínu. Því ekki var það loforðið, sem hann lét auglýsa lands- búum. KÓNGUR: Já, það er víst satt. Hvers óskar þú þér, góði minn? TÓTI: Hans hágöfgi ætlar sem sé að standa við loforðið? KÓNGURINN: Já, ekki mun annað tjóa. Hvers óskar þú þér þá? TÓTI: Ég v,il fá kóngsdótturina strax, 86 VORIÐ

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.