Vorið - 01.06.1966, Blaðsíða 42

Vorið - 01.06.1966, Blaðsíða 42
KAPPHLAUP VIÐ DAUÐANN Þegar veturinn er kominn, fara skóg- arhöggsmennirnir út í skógana miklu í Norður-Ameríku, til þess að höggva við, og það er oft erfið ævi, sem þeir eiga þar. Venjulega verða margir menn úr sama byggðarlaginu samferða og hafast við í stórum timburskúrum, sem reistir hafa verið nálægt ánum miklu, því að eftir þeim eru trjástofnarnir fluttir til byggða, þar sem sögunarverksmiðjurn- ar taka við þeim og búa til úr þeim ýmis- konar við. Skógur er höggvinn á vet- urna, því að þá er auðveldara að draga trén á sleðum n.iður að árbakka. Við á eina í óbyggðum Norður- Ameríku var hús skógarhöggsmanna. Ain rann út í stórt stöðuvatn og á bakk- anum voru stórir hlaðar af trjám. Skóg- arhögginu var lokið að þessu sinni og enn var ís á ám og vötnum. I húsinu er ekki nema einn maður, stór og myndar- legur piltur, 15 ára gamall og heitir Tómas. Hann hafði verið með föður sínum og öðrum mönnum úr þorpinu þeirra, en þeir höfðu allir farið þaðan um morguninn, nema Tómas og faðir hans. Þar var bjálkahús, sem þeir bjuggu í á tanga, sem lá út í vatnið. Þeir feðgar ætluðu að vera þarna nokkra daga um kyrrt við dýraveiðar og hitta hópinn svo seinna og verða þeim samferða heim. Faðir Tómasar hafði farið út með byssuna sína, en Tómas varð eftir til þess að ná í eld.ivið og búa til kvöldmat- inn. Fyrir sólarlag var hann búinn að koma stórum eldiviðarhlaða fyrir inni í húsinu, því að ekki veitti af að kynda vel, því að kalt var úti: Þá fór hann að eiga við kvöldmatinn. Hann lét diskana og bollana á borðið og svo skar hann nokkrar vænar sneiðar af reyktu svíns- læri og steikti þær á pönnunni. Nú var maturinn til, en faðir hans ókominn enn. Tómasi fór að verða órótt í skapi, því að það var orðið dimmt og faðir hans hefði átt að vera kominn. Hann opnaði dyrnar og horfði út í myrkrið, en sá engan. Hann fór að verða hræddur um að föður sínum hefði viljað til eitthvert slys. Og ósjálfrátt fór hann að hugsa heim til sín. Hann mundi það nú allt svo vel, þegar þeir feðgar höfðu farið að heiman og móðir hans og systir höfðu verið að kveðja þá. Það seinasta, sem móðir hans sagði var þetta: „Passaðu hann pabba þinn vel, Tómas minn, því að hvað yrði um okkur, ef eitthvað kæmi fyrir hann? Ég treysti þér til að sjá um hann eins vel og þú getur.“ Tómas hafði enga eirð í sér inni í hús- inu. Hann varð að fara út til að gæta að hvort hann sæi ekki til föður síns. Hann hlustaði. Honum heyrðist hann heyra ógreinilegt fótatak. Hann flýtti sér að blása í hljóðpípu, sem hann bar í bandi um hálsinn. Rétt á eftir heyrðist svarað, en hljóðið var veikt og óstöðugt. 88 VORIÐ

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.