Vorið - 01.06.1966, Blaðsíða 44

Vorið - 01.06.1966, Blaðsíða 44
En hann sá ekkert eftirtektarvert. Hon- um miðaði fljótt áfram. Stöku sinnum hvíldi hann sig litla stund til þess að kasta mæðinni, svo að hann ofþreyttist ekki, því að leiðin var löng. Úti á vatn- inu var lítil eyja, þar nam hann staðar til að herða á skautaólunum. Hann var rétt kominn að því að leggja af stað aftur, þegar hann heyrði allt í einu það hljóð, sem hann hafði óttast mest og vissi, að úlfur var á næstu grösum. Honum flaug fyrst í hug að klifra upp í eitthvert tréð á eyjunni lil þess að forða sér, en þá komu honum í hug orð móður sinnar um að gæta föður síns og hann herti upp hugann. Hann flýtti sér úr kápunni og fleygði henni frá sér og aðgætti, hvort hnífurinn væri vel fastur við trefilinn. „Nú ríður á að vera fljótur í ferðum,“ sagði hann við sjálfan sig, svó þaut hann af stað eins og örs'kot. Snöggvast nam hann staðar til að lit- ast um. Á svellinu nálægt bakkanum sá hann dálítinn dökkan díl, sem stækkaði óðum. Tómas herti sig nú eins og hann hafði orku til, en óvinurinn kom alltaf nær og nær. Nú var úlfurinn lioraði og hungraði ekki nema fáa faðma frá hon- um og hann heyrði urrið í honum, og vissi, að hann var að búa sig til að stökkva á hann. Eins og elding beygði Tómas til hliðar og úlfurinn greip í tómt, missti fótanna og veltist á hálu svellinu, en Tómas notaði sér það til þess að komast góðan spöl á undan hon- um. En úlfurinn var ekki lengi að komast á fætur, og aftur hófst eltingaleikurinn. Enn einu sinni tókst Tómasi að komast undan honum með sama bragði og áður. En nú var hanii orðinn mjög móður og máttvana í hnjánum, svo þegar hann leit um öxl, sá hann að óvinurinn var aflur kominn á hæla hans. „Ég endist ekki lengi úr þessu,“ hugsaði hann með sér, og ef lirufa verður fyrir mér á svell- inu, þá er úti um mig. Og hann bað guð af öllu hjarta að hjálpa sér. Þá sá hann framundan tangann og húsið, þar sem hann átti von á að hitta félaga þeirra. Hann herti sig nú eins og hann framast gat, og þegar hann var kominn rétt að tanganum, heyrði hann að úlfurinn var kominn rétt að honum. Hann flýtti sér að ná í hljóðpípuna sína og blés í hana og vék um leið til hliðar fyrir úlfinum og að vörmu spori voru dyrnar á húsinu opnaðar. Það var blásið í hljóðpípu til að þess að svara honum, hundar geltu, skot reið af og margir menn komu hlaupandi á móti Tómasi. Hann gat aðeins sagt frá erindi sínu, en þá leið yfir hann og hann var borinn inn í húsið. Þegar hann raknaði við aftur, lá hann á fleti nálægt ofninum og nokkrir menn voru hjá honum. Hann heyrði einn þeirra segja: „Eg vildi gefa mikið til að eiga annan eins son og þennan pilt. Hann er sannkölluð hetja.“ Tómas opnaði augun og leit á þá, en ckki gat hann komið upp nema þessu eina orði: — Pabbi? „Fjórir menn eru farnir eftir læknin- um,“ var honum svarað, „og nokkrir eru á leið til föður þíns, og þegar þú ert bú- inn að jafna þig, förum við með þér til hans.“ „Og úlfurinn?“ spurði Tómas. Hann er þarna úti í horni. Það verð- 90 VORIÐ

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.