Vorið - 01.06.1966, Blaðsíða 45

Vorið - 01.06.1966, Blaðsíða 45
UNGUR NEMUR - GAMALL TEMUR ÁHRIF TÓBAKS Á LUNGUN Þeim, sem reykja til muna, hættir til fá langvinnt lungnakvef (berkju- hólgu)? 0g fylg.ir henni meiri eða minni hósti og oft nokkur uppgangur. Einkum er morgunhósti slíkra manna, bæSi karla °g kvenna, áberandi. Þetta er þurr rollu- hósti, sem er óþægilegur bæSi þeim, er hafa hann, og einnig hinum, sem þurfa að hlusta á hann. MeS tímanum hættir þeim, sem reykja sígarettur eSa vindla, til þess aS fá krabbamein í lungu. ÞaS hefur sem sé sýnt sig, aS krabbamein í lungum hefur aukizt stórkostlega í flestum löndum, og jafnframt hefur þaS komiS í ljós, aS sú aukning stendur í nánu sambandi viS, hve mikiS er reykt. í Bretlandi, þar sem mest er reykt af sígarettum, deyja nú arlega 15000—16000 rnanns úr krabba- meini í lungum. Ef ekkert væri reykt, er líklegt aS ekki myndi deyja nema um 1500 manns úr þessum sjúkdómi. Hér á landi hefur krabbamein í lung- uni til skamms tíma veriS óþekktur sjúk- Ur einhver til þess að flá bann fyrir þig °g súta skinniS, því aS þú ert vel aS frví kominn. Tómas hafSi efnt þaS, sem hann hafSi lofaS móSur sinni. Hann bjargaSi lífi löður síns og áSur en ísa leysti var hann orSinn ferSafær og gat fariS heim til sín. dómur, enda lítið verið reykt. Nú hafa reykingar aukizt stórkostlega, einkum eftir 1940, og áhrifin eru þegar farin að sýna sig. Lungnakrabbamein er þegar farið að gera vart við sig, þótt ekki sé enn í stórurn stíl. En sýnilegt er, að þessi sjúkdómur á eftir aS færast stórkost- lega í aukana, ef unga fólkið heldur áfram að reykja, eins og það gerir nú, jafnvel þótt reykingar aukist ekki frá því, sem nú er. Ej við eigum að forðast mannhrun á nœstu áratugum, verðum við að brjóta í blað og hætta að reykja. Ekkert annað getur forðað okkiir frá þeim örlögum, sem aðrar reykingaþjóðir hafa orðið að sœta. ÁHRIF TÓBAKS Á HÖRUNDIÐ Vegna þess, hve nikotinið herpir sam- an æðarnar, getur flutningur næringar til hörundsins truflazt, svo að hún verði ekki nægilega mikil. Einkum verður þetta oft áberandi hjá konum, sem að eðlisfari hafa slétta, mjúka og fallega húð. En þegar þær fara að reykja að ráði, verður hörund þeirra gráleitara, harðara og ljótara. Auk þess verða fing- ur þeirra gulir og brúnir af tóbaksreyk- ingum. Stúlkur, sem vilja líta vel út, eiga ekki að reykja. Þær ófríkka við það, fá ljótan og leiðinlegan hósta og andremmu, sem verkar fráfælandi. VORIÐ 91

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.