Vorið - 01.12.1966, Blaðsíða 8

Vorið - 01.12.1966, Blaðsíða 8
verið staflað hjá trénu, efst lá stór pakki, sem skrifað hafði verið utan á skjálf- andi hendi: „Til góðu barnanna, Steina og Onnu með kærum kveðjum, frá Tóm- asi. Með ósk um gleðileg jói.“ Anna sem ekki vissi um gjöfina, benti Steina á utanáskriftina. Svo fór pabbi að lesa í sundur pakkana. Þá gátu börn- in ekki lengur stillt sig. Þau horfðu hvort á annað, og voru niðurlút. Anna rétti Steina fimm krónurnar. „Hérna eru peningarnir þínir, Steini,“ sagði hún, „ég vil ekki eiga þá. Við skulum segja sannleikann.“ „Já, við skulum segja sannleikann,“ sagði Steini. „Það hefur verið jólagjöf- in til okkar, sem Tommi fór svona var- lega með, þegar við sáum hann koma heim í dag. Við verðum að biðja hann fyrirgefningar.“ Og svo heyrði ég hann segja við mömmu í dag, að góð börn eins og við gerðum ekki svona ljótt.“ Þegar börnin höfðu sagt foreldrum sínum sannleikann, fór pabbi með þaU beina leið heim til Tomma, sem tók þeim tveirn höndurn og var fús lil þess að fyrirgefa mistökin, ef þau lofuðu að segja alltaf sannleikann, þegar þeim yrði eitthvað á. Þau þökkuðu gamla mann- inum fyrir jólagjafirnar, og pabbi lof- aði að setja rúðu í gluggann, þegar hægt yrði að koma því við. Það voru glöð og hamingjusöm börn sem háttuðu um kvöldið, umkringd af gjöfum og Ijós- um. Þetta aðfangadagskvöld lærðu þau málsháttinn: „Sannleikurinn er sagna beztur.“ H ugrún. Blessaði Jesú, ge/ oss gleðileg jól, gœju og birtu, er aftut hœkkar sól. Send okkur daga sól- skinsríka og bjarta, sendu þinn jrið og ró 1 hvers manns lijarta. 150 VORIÐ

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.