Vorið - 01.12.1966, Blaðsíða 17

Vorið - 01.12.1966, Blaðsíða 17
Ef til vill hefði hann heill með sér, ef stór hópur af rjúpum flygi upp! ■— Fimm krónur! Fimm krónur! 'ciknaði hann. Hann hafði séð skozkt, köflótt efni, sem hægt var að fá fyrir finim krónur. Meira þurfti ekki. Mamma nans gat sjálf saumað „anorakinn.“ '— Ef hann gæti fengið tíu rjúpur í viðbót, þá hefði hann nóg. En svo hepp- mn var enginn, jafnvel þótt hann óskaði Þess heitt. En allt í einu starði Óli fram fyrir sig. Fyrir framan hann voru ný spor í snjónum. Þau voru bláleit í mánaskin- inu. Hann stóð á öndinni. '— Héraspor! hvíslaði hann. Oli kastaði sér niður í snjóinn og lá kyrr. Hann spennti gikkinn á hyssunni gætilega og beið. — Þar sem hérar höfðu verið, gátu þeir komið aftur. Bíddu ró- ^egur, Óli. Uss, -—- uss, — uss. Þar reið skotið af og blár reykur sást. Hvítur, loðinn hnoðri kastaðist niður í sujóinn. Óli hafði veitt héra. — Húrra, mamma! Þar fékkst þú Jolabúninginn þinn! kallaði hann upp. Hann flaug eins og fugl aftur heim á leið yfir hásléttuna. Byssuna bar hann á f'akinu. Rjúpnakippuna og hérann bar hann í bandi yf ir herðarnar. Hann klifraði niður hálar íströppurn- ar eins og hreysiköttur. En hann fann fljótt, að það var verra að klifra niður eu upp. Þar að auki var veiðin til traf- afa. Hann hefði átt að láta hana síga Utður á undan sér. En nú var það of seint. Hér sveif hann milli himins og jarðar, og ógerlegt var að losa sig við byrðina án þess að tapa jafnvæginu. Óli fór að svitna. Hann fékk þoku fyrir augun, og svo missti hann allt í einu fótfestu. Hann hrapaði niður. Hann vissi ekki, hve lengi hann hafði legið fyrir neðan hamarinn, þegar hann kom til sjálfs sín og reyndi að rísa upp. Hann var ruglaður og leið illa. Hárið hékk niður í andlitið og var klístrað af einhverju. Hann þreifaði í kringum sig með höndunum. Hvar var hérinn? Jú, sem betur fer lá hann rétt hjá honum. Og rjúpurnar? Þær voru þarna líka og hyssan og skothylkin í beltinu. — Þá er ekki annað en að koma sér heim, sagði hann við sjálfan sig. En hann gat ekki áttað sig á, hvað var að fótunum. Þeir böggluðust undir honum og hann slingraði eins og dauð álka, sem er að detta niður úr fugla- bjargi. Mannna hans varð undrandi, þegar hún sá hann. — Hvað hefur komið fyrir þig, dreng- ur? sagði hún. — En sá útgangur! Hún sagði þetta ekki að ástæðulausu. Hann var náfölur og andlitið allt með blóðslettum. Hendur hans titruðu, þegar liann tók byssuna af ba'kinu. Svo benti hann á snæhérann og sagði: — Nú getur þú fengið jóla-anorak. En þegar hann hafði lokið við að segja þetta, féll hann niður á gólfið fyr- ir framan móður sína. Á aðfangadagskvöld var ljós í öllum gluggum, og fólk gekk í kirkju í beztu fötunum sínum. Frá öllmn kofunum kom VORIÐ 159

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.