Vorið - 01.12.1966, Blaðsíða 39

Vorið - 01.12.1966, Blaðsíða 39
DAVÍf); Ég er svo glaSur, Gopala. Það Var gott, að þjónn prinsins sá okkur á rnarkaðstorginu. GOPALA: Já, Bimsa dansar vel, en viS fengum litla peninga. — ASeins tvo skildinga og þaS var þjónn prinsins, sem gaf okkur þá. ÖAVÍfi: HugsaSu þér, ef prinsinn gæfi °kkur heila rúpíu. OOPALA (glaður): Þá verðum við rí'kir. (Alvarlegur.) En við getum ekki tekið á móti heilli rúpíu. OAVÍÐ (undrandi): Hvers vegna ekki? GOPALA: Ef við kæmum með heila rúpiu og ætluðum að verzla, þá yrðum við grunaðir um, að hafa stolið henni. OAV ífD (alvarlegur): Já, svo mundi hún verða tekin af okkur. Ef til vill fengjum viS hegningu. GOPALA (glaðari, ákafur): Veiztu hvaS? ViS biðjum aðeins um kopar- mynt. OAVÍf) (með gleðibragSi): Það er hyggilegt. Og þá fengjum við miklu fleiri peningana. Svo getum við látið hann bera eitthvaS. (Kastar sér á hné og tekur utan um hausinn á Bimsa.) Bimsa, nú verður þú að dansa vel fyrir prinsinn. GOPALA: Þér er óhætt að treysta Bimsa. Hann er ekki eins kvíðinn og við. OAVÍÐ: Ég vona aS hann standi sig vel í dag og aS prinsinum falli vel við hann. (Stendur upp. Gopala klappar Bimsa.) GOPALA:ÞaS er öruggt. Bimsa er mesti snillingur í heiminum. (Beygir sig og gælir viS Bimsa.) OAVÍB (horfir í kringum sig undr- andi): Hvernig heldurðu að prinsinn líti út? GOPALA (lítur upp): ÞaS veit ég ekki. Ég hef ekkert hugsað um það. DAVÍÐ: Ég hugsa að hann sé gamall maður með hvítt og sítt skegg. Og þegar Bimsa dansar fyrir hann, þá mun hann brosa og klappa saman höndunum. GOPALA: Ég held ekki, að hann sé mjög gamall. Ég hugsa, að hann sé stór og sterkur með kolsvart skegg. Og svo er liann eineygður. D A V íf): Hvers vegna? GOPALA: Hitt hefur hann misst í orust- um. Hann hlýtur að vera duglegur her- maður. ÞJÓNNINN (kemur inn): StandiS við dyrnar. Nú kemur Raj Kummar og fylgdarlið hans. (Dyr opnast inn á baksviðið, og Raj Kummar og fylgdarlið hans kemur inn, einnig þjónar og hermenn. Raj Kummar ér hvítklæddur. í túrbanin- um glitrar á stóran gimstein. Hann hefur hringi með stórum gimsteinum á fingrunum. í beltinu hangir gylltur hnífur í slíðrum). DAVÍD (undrandi við Gopala): Raj Kummar er það sama og prins? GOPALA (hnippir óþolinmóður í Davíð): Það veit ég ekki. En hvar er hann? Geturðu séð hann? DAVÍD: Nei, hann kemur ef til vill síðar. (Allt hirðfólkið er komiS inn o stendur á baksviðinu. Raj Kummar o Raj Kummari aðeins framan við. Maharammia stendur lieint aftan við Raj Kummari.) VORIÐ 181 fcD tD

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.