Vorið - 01.12.1966, Blaðsíða 40

Vorið - 01.12.1966, Blaðsíða 40
RAJ KUMMAR (Gengur aðeins fram): Eg er Raj Kummar. Ég hef heyrt, að þið hafið dansandi björn, snjallastan í öllu Indíalandi. Má ég fá að sjá, hvort það er satt, sem fólk segir? (Davíð og Gopala stara undrandi á hann. Þeir líta hvor á annan). DAVÍÐ (undrandi við Gopala) : En þetta er aðeins drengur. Hann er ekki eldri en við. (Drengirnir horfa aftur á Raj Kumm- ar og eru alveg undrandi). RAJ KUMMAR: Nú — eruð þið mál- lausir? JHÓNNINN (ýtir við þeim): Byrjið, heimskingjarnir ykkar. Hneigið ykk- ur fyrir hans hátign. (Davíð og Gopala hneigja sig klaufa- lega og eru vandræðalegir.) RAJ KUMMAR (óþolinmóður): Hefjið hljóðfæraleikinn. Ég vil sjá björninn dansa. (Þá taka förudrengirnir til starfa. Þeir ta'ka fram hljóðfærin, tambúrín og trumbu, sem þeir hafa haft í pokanum og byrja að leika. Þá fer Bimsa að dansa. 011 hirðin er hrifin. Þeir klappa og æpa: Gott, bravó). RAJ KUMMAR (hrifinn): Dansar hann ekki af snilld? MAHARAMMA (smeðjulega): Alveg töfrandi, litli vinur minn. RAJ KUMMARI: Ég hef aldrei séð ann- að eins! RaJ KUMMAR: Þetta er sórkostlegt! Þetta er stórkostlegt! RAJA (færir sig fram til prinsins): Það gleður mig að yðar hátign skemmtir sér. Það er ánægjulegt að sjá yðar hátign svo glaðan. RAJ KUMMAR (gremjulega): Ekki að trufla mig! (Raja fer aftur á sinn stað.) 1. BRAHMAN (hugsandi): Það hlýtur að vera sálin úr vönum musterisdans- ara, sem hefur tekið sér hústað í þessu dýri. RAJ KUMMAR (hlustar ekki en hrópar hrifinn): Það er stórkostlegt! Það er stórkostlegt! (Dansinn hættir og það er klappað fyrir birninum og drengjunum, sern hneigja sig brosandi). RAJ KUMMAR (hrópar: Meira! Meira! Við viljum fá annan dans. (Drengirnir leika aftur á hljóðfærin og Bimsa dansar. Nú vandar hann sig betur og dansar betur en áður). RAJ KUMMAR (hrópar): Húrra fyrir birninum! HIRÐMEYJAR (hrópa hver í kapp við aðra): Hann er mesti snillingur í landinu. — í öllum heiminum. •—- Húrra! Húrra! (Þegar dansinum lýkur gengur Raj Kummar fram til förudrengjanna.) RAJ KUMMAR: Ég er mjög ánægður bæði með ykkur og björninn, — svo ánægður að ég vil gera ykkur að meðlimum hirðarinnar. Þið eigið að búa í gestabúsinu, og það á að vera skylda ykkar að skemmta mér, þegar ég er í slæmu skapi. (Davíð og Gopala horfa livor á annan dauðskelkaðir.) GOPALA (óöruggur): Þetta er reglu- lega vel boðið, en því miður getum við ekki orðið hér eftir. (Raj Kummar verður fyrst undrandi. Síðan reiðist hann). 182 VORIÐ

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.