Alþýðublaðið - 17.03.1923, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 17.03.1923, Blaðsíða 1
Gefid tit ai ^Ulþýduflokkiinm 1923J Laugardaginn 17. maiz. 62. tölublað. Frá bæjarstiórnarfundi 15. marz. Húsnæðismálið. í fundarbyrjun spurðist Héð- inn Valdimarsson fyrir um, hvers vegna húsnæðismálið heíði ekki verið tekið á dagskrá, þar sem tveggja funda bil hafði liðið frá því, er valið var milli frumvarpa meiri og minni hluta húsnæðis- nefndar. En er borgarstjóri svar- aði ekki fyrlrspurninni, ítrekaði Ólafur Friðriksson hana Upp- lauk þá borgarstjóri sínum munni og kvað orsökina þá, að ekki væru komnar fram breytingar- tillögur, er bæjarfulltrúar hefðu boðað við lyrri umræðu málsins. Sandnám. Fasteignanefnd lagði til, að bönnuð yrði fyst um sinn sand- taka á Eiðsgranda, með því að hann hefði eyð^t mjög í briminu mikla 13.— 14. janúár og síðan. Greindi bæjarfulltrúa nokkuð á um það, hvort sandnámið hefði áhrif á eyðingu hans eða ekki. Sýndi Ólafur Friðriks?on fram á, að eyðing grandans stafaðL af því, að landið væri að lækka, og gerði sandnámið hvorki, til né frá, en borgarstjóri hugði, að eyðingin stafaði af því, að sjórinn skolaði sandi innan úr grandan- um og þá því tremur, ef tekið væri burt það, er fram bærist til sjávar jafnóðum. Þrátt fyrir það, þótt fram kæmi, að mjög baga- legt væri að missa at sandnám- inu þarna, meðan ekki væri séð fyrir jafnhentugu sandnámi ann- ars staðar, var samþykt að banna það með eins atkvæðis meiri hluta. Móti voru Alþýðuflokks; fulltrúarnir og Þórður Sveinsson. Veggjalús. í sambandi við fundargerð fasteignanefndar vakti Héðinn Valdimarss. máls á bráðri nauðsyn þess að úlrým%veggjalÚ3, sem Leikfélag Reykjavikur. Yíkingarnir i Hálogalandi, sjónleikur í 4 þáttum eftir Henrik Ibseu, verða leiknir sunnudaginn 18. þ. m. og mánu- •'. daginn 19. kl. 8 sfðd. — Aðgöngumiðar til sunnudagsins verða seldir á laugárd. kl. 4—7 . og á sunnud. frá kl. 10—12 og eftir kl. 2. — Aðgöngumiðar til mánudagsins verða seldir á mánudaginn kl. 10 —1 og eftir kl. 2. boribt hc-fir í tvö hús Suðurpól- anna svo kölluðu og er orðin þar að hreinni plágu fyrir íbú- ana. Lagði Héðinn til, að borg- arstjóra væri falið að framkvæma útrýminguna þegar í stað. Borg- arstjóri taldi öll vandkvæði á, að unt væri að gera það fyrr en í vor, því að fólk gæti ekki legið í tjöldum að vetrarlagi, og færð ist undan að vinna verkið. Vildi hann láta fela Héðni framkvæmd- in&, og kvaðst Héðinn sky'du taka hana að sér, ef hann f'engi umráð yfir fé til þess, og dregið væri af kaupi borgarstjóra fyrir, að hann neitaði fyrir fram að viuna þau verk, er bæjarstjórn fæli honum. Benti Héðinn og borgarstjóra á, að bærinn hefði ekkert við slfka menn að gera og væri eins gott að taka af honum alt starfið. Það kom fram í umræðunum, að vel mætti leigja samkomufiús handa fólkinu að liggja í, meðan útrýming lúsar- innar færi fram, og myndi hún ekki taka nema um tvo sólar- hringa. Að sfðustu var tillaga Héðins samþykt með 8 atkvæð- um gego 3. Móti voru borgar- stjóri, Jónátan og Pétur Hall- dórsson, en með Alþýðufiokks- fulltrúarnir fjórir, sem viðstaddir voru, læknarnir, Þórður Bjarna- son og forsetí (Sig. Jónss.). (Frh.) Nýkoumar voriir: Með Lagarfossi fengum við all- mikið af neðantöldum vörum og seljum bæði í heildsíilu og smás0lu meðan birgðir endast: Straasykur Moíasyknr Kandís Rúsínur Sveskjur Libhy's mjólk Eai't0flur „Warp White" ágætieg. Laukur Haframj0l Hvoiti (hvíta rósia) <^erhveiti Sagó Ertur Eggjapúlver Jþvottasápur Alt fyrsta flokks vörur. Virðingarfylst. Kaupféla g ið. Stúdentafræðslan. Uni skógrækt á Islandi talar Koel'od Hansen skógræktarstjóri á morgun kl. 2 í Nýja Bíó. Miðar á 50 au. við inng. kl. i30j

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.