Vorið - 01.12.1970, Síða 25
„Já, hvers vegna ekki?“ sagði Pagan-
el. „Ferðalög eru menntandi fyrir unga
menn. Við fjórir og þrír hásetar af
„Duncan“.“
„Hvað eigið þér við? A ég þá ekki
að vera með?“ spurði John Mangles.
„Kæri J ohn,“ mælti greifinn, „við
felum þér lil varðveizlu það, sem okkur
er dýrmætast á þessari jörð. Eg treysti
engum betur en þér til að leysa það
hlutverk vel af hendi.“
„Megum við þá ekki koma með ykk-
ur?“ spurði Helena hrygg.
„Góða Helena,“ mælti greifinn, „ferð
okkar stendur aðeins skamman tíma, og
við sjáumst öll aftur eftir nokkrar vik-
ur, og ...“
„Já, ég skil allt,“ mælti Helena. „Far-
ið í guðs nafni, góða ferð!“
Samtalið varð ekki lengra, og nú var
farið að undirbúa ferðina. Burtfarardag-
urinn var ákveðinn 14. október. Allir
hásetarnir buðu sig fram lil fararinnar,
og Glenvan varð að varpa hlutkesli um,
hverjir ættu að fara, til þess að særa
engan þessara rösku sveina. Varaskip-
stjórinn, Tom Austin, og tveir hásetar,
Wilson og Mulrady, urðu fyrir valinu.
Nú var allt komið í lag. John Mangles
ætlaði að leggja úr höfn um sama leyti
og greifinn og fylgdarlið hans hóf för
sína; hann vildi gjarnan verða fyrri lil
austurstrandarinnar en Glenvan og
menn hans. Á ákveðnum tírna söfnuðust
allir saman í káetunni, Glenvan, Paganel,
Lindsay, Róbert Grant, Tom Austin,
Wilson og Mulrady, allir vel vopnum
búnir og algerlega ferðbúnir. Fylgdar-
menn og múldýr biðu þeirra uppi á
ströndinni.
„Þá er stundin komin,“ mælti greif-
inn loks.
„Guð veri með ykkur,“ mælti Helena
klökk.
Maður hennar tók hana í faðm sinn
og kvaddi hana innilega. Því næst var
gengið upp á þilfar og lagt frá skipinu.
Helena kallaði einu sinni enn: „Guð
veri með ykkur, vinir mínir,“ en María
veifaði til bróður síns í síðasla sinn.
,Guð mun hjálpa okkur,“ sagði Pag-
anel, „og þið megið treysta því, að við
reynum einnig að hjálpa okkur sjálfir
eins vel og við getum.“
„Áfram!“ kallaði John Mangles til
vélstjórans á „Duncan“.
„Allir haldi af stað!“ skipaði Glen-
van greifi.
Um leið og greifinn og fylgdarlið
hans reið eftir ströndinni, sigldi „Dunc-
an“ með fullri ferð út á hafið.
ÁLFHILDUR ÓLAFSDÓTTIR
Mynd þessi átti að fylgja sögunni
„Kappleikurinn“ í síðasta blaði.
VORIÐ 167