Bjarmi - 01.03.1909, Blaðsíða 1
BJARMI
KRISTILEGT HEIMILISBLAÐ
III. árg.
Reykjavík, 1. marz 1909.
ytVakið og biðjið, svo pér fallið ekki i freislnk. Matt. 26, 41.
Ég kem til þín.
Lag: Kom, skapari hcilagi andi.
Jeg kem til þín, ó lífsins lind,
Er líknar-pyrstri svalar önd.
Mig skelfa brot mín sekt og synd,
Mig særa fastreyrö dauðans bönd.
Einn kross þú leiðst, og kannast við
Pá kvöl, er mannlegt sturlar geð;
Pú særður varst, og fanst ei frið,
Og frið oss keyptir þjáning með.
3Nu bið jeg þig, minn bróðir kær,
í blíðri náð mitt andvarp heyr!
Pín aðstoð sje mjer ávalt nær,
Pví án þin trú og von min deyr.
Sjá þú mjer veikum aumur á,
Og ástarfaðmi til min snú;
Lát mig þjer aldrei falla frá,
Nje íirnast mína sönnu trú.
Heims metorð, glys og auðsafn allt
Að engu fæ jeg metið gilt,
Pví það er reikult, veikt og valt,
Af vonciri rót, og syndumspilt.
Jeg hafna því, en hverf til þín,
Mín hjálparvon og liknin ein;
Þú græðir synda sárin mín,
Og sjerhverl læknar andar mein.
Alt gotl af þinni hendi jeg hlýt,
Þótt hafi' jeg oft þjer brotið mót;
Hjá þjer jeg sekur náðar nýt;
Þin nákvæm hönd minn styður fót.
Ljós vertu mitt á mæðubraut,
í minum trega huggun sæt,
Min sigurvon í sorg og þraut,
Og svölun himnesk, er jeg græt.
Til þín — til þín, mitt athvarf eitt,
Jeg augum trúar mæni titt.
Sú ósk mjer verði' að ending veitt,
Þitt auglit skoða náðarblítt.
Af öllu hjarta', ó Herra', eg bið:
Minn helga' og blessa grafarbeð;
í stríði dauðans legg mjer lið,
Að ljós af himní' eg fái sjeð.
Ljós það, er skein frá himna hæð,
Á helgri páska árdags-tíð,
Er bruslu grafar böndin skæð,
Og birtist frelsið þjáðum lýð.
í þetta ljós innleið þú raig
Að lifsins förnum æíiveg;
Lát mig þar sjá í sælu þig,
0 son Guðs kær, þess beiði jeg.
Nafn þitt sje blessað, hcrra hár,
A hverri tungu fjær og nær;
Þitt hljómi lof um eilíf ár
Guðs elsku dýrðar-ljóminn skær.
„TVóg- er sofiö".
(Matt. 26, 45).
Sagan og reynslan sýnir, hve hryggi-
leg ógæfa getur af því hlotist, þegav
verðir sofna.
Hjarðmenn sofna og úlfar og refir
ráðast á hjörðina, drepa sumt en
tvístra hinu.
Stýrimenn sofna, skipin missa