Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1909, Blaðsíða 2

Bjarmi - 01.03.1909, Blaðsíða 2
34 BJ ARMI. stjórnar og berast upp í kletla og brotna i spón og menn týna lífinu. Svona mætti halda áfram að telja dæmi úr mannlífinu. Mikið og margvíslegt er það tjón, sem einstaklingar og þjóðir geta beð- ið af slíkum svefni i tímanlegum efnum. En miklu ægilegra er þó tjónið í andlegum efnum, því þar á það sannarlega heiina sem skáldið kveður: »Eitt augnabliks tjón, það er annað en létt, vart eilífðin getur það bætt«. Nú er föstutíminn byrjaður. Hvar helzt sem menn minnast pínu og dauða frelsara vors á föstutímanum, hljóma fyrst og fremst þessi heilögu viðvör- unarorð hans lil hvers einasta manns, sem her kristið nafn: »Nóg er sofið«. Frelsarinn talaði ekki þessi orð til óvina sinna, heldur til lærisveinanna, einu vinanna sinna í baráttunni þungu, sem hann átti i Getsemane. Og hann hætti þessari áminningu við: »Vakið og biðjið, svo þér fallið ekki í freistnk. En þeir gáfu ekki gaum að henni. — Þeir gátu ekki annað en sofið, þegar þeir áttu og þurftu að vaka. Og þeg- ar hann kom til að vekja þá, þá voru þeir svo þrungnir af svelni, að þeir vissu ekki, hverju þeir svöruðu honum. En Júdas var vakandi; hann gal ekki sofið; svo var lionum mikið á- hugamál það, sem hann ællaði að fremja í myrkrinu. Og svona gengur það enn á vorum dögum. Vinir Krists og kyrkju hans sofa, þegar óvinir hans geta ekki sof- ið fyi'ir áhuganum á því að koll- varpa ríki hans meðal þjóðarinnar. Og þégar hann nú kemur, eins og fyr, til þess að vekja þá og segir: »Nóg er sofið. Vakið og biðjið, svo þér fallið ekki í freistni«, þá íinst þeim það svo undarlega óskynsamlegt, þeim íinst það lýsa svo hryggilegum misskilningi og •— svo vita þeir ekki hverju þeir svara lionum. Og enn er það, eins og fyrrum, að vinir hans og verðir kyrkjunnar vilja einatt reynast trúir og vaka. En raddir ýmislegi'a falsspámanna láta svo blítt í eyrum þeirra, að þeir geta ekki vaknað við rausl hans. Og svo sofa þeir öruggir og aðgerðalausir, Jiangað til svikarinn kemur með sínu liði. Margir treysta þeir því, að ríki Krists komi, þó að þeir biðji ekki og vaki ekki, þó að þeir liaíist ekkert að, Það kemur til af því, að þeir liafa gleyxnl því, að hann hefir ein- mitt sett þá sjálfa náðarlærdómi lians til varnar, lærdóminum, sem enn í dag er »Gyðingum hneyksli og Grikkj- um heimska, en kraftur guðs til sálu- hjálpar, sjerhverjum sem trúir«. »Nóg er sofið! Vakið þér!« Hver sem eyru hefir, hann lieyri Jicssi við- vörunarorð frelsara síns og vakni við þau til starfs og hænar, til sóknar og varnar ríki lians til eílingar. Heyiið þess orð allir þéi', sem viljið láta Jijóð vora ganga í sannleika undir merki Krists á komandi tíma. Heyrið Jxað jafnt höfuðverðir kyrkjunnar og kenni- lýður sem leikmenn. Verum samtaka til varnar náðarlærdómi Krists. Lát- um engar falskenningar blekkja oss. En falskenning er liver sú kenning, sem sviftir frelsarann að einhverju leyti guðdómstign hans, og virðir t. d. að vettugi kraftaverk lians eða slaðfestingu hans á sannleiksgildi allrar hiblíunnar. Hann einn er ó- rækt vitni um sannleikann. Ef orð lians eru ekki tekin trúanleg, J)á ó- virðum vér hann og missum með því, J)að sem er hið eina nauðsynlega: »kraft guðs lil sáluhjálpar« og fáum í staðinn rangnefnda mannlega speki, sem all af bi'eytist og engan kraft veitir til sáluhjálpar.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.