Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1909, Blaðsíða 8

Bjarmi - 01.03.1909, Blaðsíða 8
40 B A J R M I astlíðin 4 ár. Auðséð er, að ekki liefir sú bók úrelzt. Hún hefir boðskap til barna okkar tíma. En pó hún sé til á íslenzku, ætli það séu ekki fáir, sem lesa hana? — Af hverju skyldi það koma? Læknntrúboðar. Fjöldi kristinna lækna gerast trúboðar og fara út í heiðingja- löndin á ári liverju. Sex stærstu trúhoðs- félögin í Bandaríkjunum liafa í þjónustu sinni 281 læknir; en flmm stærstu félögin brezku hafa 250. Frá Stórbretalandi öllu eru við trúboðsstörf 278 karl-læknar, og 147 kvenn-læknar. En frá Bandaríkjunum og Canada alls 280 og 153. í Kina starfa 300, á Indlandi 225, en í Afríku að eins 65. Aðrar trúboðsstöðvar lieimsins hafa ílestar lækna-trúboða. Yínbanns-hreyflng'iii mikla í Bandaríkj- unum og Canada hefirlíka náð til Mexiko. Þar á nú að fara að stemma stigu fyrir áienginu. Það er ánægjulegt að liugsatil þess, að herinn óðum eykst, sem berst fyrir útrýming áfengisbölsins. Og nú er Bakkus orðinn hræddur um sig. En þá er tími til að reka hann á flótta. Nú er því tími lil að vinna. Taft, Bandnríkjnforsctinn nýi, hélt fyrir skömmu ræðu um heiðingja-trúboðið á fundií New-York. Sagðist hann hafa þekt margan góðan mann, sem hefði neitað að gefa nokkuð til trúboðsins af trúarbragða- legum ástæðum. Og sjálfur sagðist liann hafa verið nógu þröngsýnn til að vera þessum mönnum samliuga. En þegar liann hefði ferðast um Austurlönd, þá fyrst liefði hann sannfærst um hina afar- miklu þýðingu trúboðs-starfs kirkjunnar í heiðingjalöndunum. »Við þurfum að vakna«, sagði liann. — Átti liann við Banda- ríkjamenn. Og þó er þaðan unnið mest að lieiðingja-trúboði. — »Kristindómurinn og útbreiðsla lians er hið eina, sem byggja má á von um eflingu menningu vorra tíma. Andi kristindómsins stefnir að hreinu lýðvcldi«. — t'egar hann mintistá Kína, tók liann það skýrt fram, að trú- boðarnir hefðu engan þátt átt í »boxara«- óeirðunum hér á árunum. »Slettireku- skap« trúboðanna hefði ekki verið um að kenna, þótt menn, miður veiviljaðir trúboðinu, hef'ðu staðhæft það. Kristnu trúboðsstöðvarnar í Kína, sagði hann, að væru miðstöðvar hinnar nýju menningar þar á þessum nýju tímamótum í sögu þjóðarinnar. Pessar smágreinar eru eftir »Framtíð- inni«, liálfsmánaðablaði fyrir börn og ungl- inga, sem séra Steingrímur N. Forláksson í Selkirk Man. stýrir. Og viljum vér nota tækifærið til að mæla með því við alla lesendur vora. Það er vafalaust allra bezta unglingablaðið, sem kemur út á ís- lenzku. Heimsfundur K. F. U. M. verður í sum- ar frá 28. júlí til 2. ágúst í Elberfeld- Barmen á Þýzkalandi. — t einni deild K. F. U. M. í Kína eru holdsveikir menn ein- göngu. í annari deild við Kongó-fljótið í Suðurálfunni eru þó nokkrir meðlimir, sem voru mannætur fyrir 5—6 árum síðan. Árið 1907 voru gcfnar út á Englandi 9,914 bækur. í Bandaríkjunum 9,620. Á Frakklandi 8,006. Á Ítalíu 7,340. Af bók- um þeim, sem gefnar voru út i Banda- ríkjunum voru skáldsögur 1,171 talsins, en 876 voru guðfræðilegs og tiúarlegs efnis. Bækur trúarlegs efnis voru 40 af hundraði íleiri en árið næsta á undan. Trúarþörfln virðist ekki fara minkandi. (wHomiletic Review«). SA.MEI1VI1VGI1V, mánaðarrit hins ev.iút. kirkjui. ísl. i Vesturheimi. Rit- sljóri: síra Jón Bjarnason í Winnepeg. 24 arkir árg. Verð hér á landi 2 kr. Um- boðsm. á ísl. S. Á. GislaSon, Rvík. NÝTT KIRKJUBLAÐ. Hálfsmánaðarrit fyrir kristindóm og kristi- lega menning, 18 arkir á ári, verð 2 kr., í Vesturheimi 75 cents. Útgefandi Pór* hallur Bjarnarson byskup. Útgefandi: Hlutafélag í Reykjavík. Ritsljóri: fíjavni Jónsson kennari, Kárastíg 2, Reykjavík. Afgreiðslu- og innheimtumaður: Sigurjón Jónsson, Lækjargötu 6.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.