Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.05.1909, Blaðsíða 9

Bjarmi - 01.05.1909, Blaðsíða 9
B J A R M I. veður úfc af svona litlu. Er það sam- boðið honum Lúðvig Yind, sandgæ/.lu- stjóra, sem er hominn af hinum göfug- ustu ættum — já, það er nú reyndar ekki alveg fullsannað enn þá, en eins og þú veizt, þá er eg sannfærð um að svo er; — er það samboðið öðrum eins manni að sleppa sér svona alveg út af öðrum eins smámunum og því, hvort vinnumaðurinn hans er þetta eða hitt. Eg get líka sagt þór það, að innileg trú- rækni getur oft samrýmst hárri mentun og ættgöfgi. Því til sönnunar skal eg, meðal annars, minna þig á það, sem eg hefl víst minst á við þig áður, að hirð- konan tigna, sem eg var hjá einu sinni, var einkar trúhneigð kona; — eg man nú einmitt svo vel eftir því, að hún sagði rnér, að öll hirðin hefði einu sinni orðið gagntekin af trúaráhuga, svo gagn- tekin, meira að segja, að hún fór tvisr var í kyrkju á hverjum sunnudegi. Og hvað þennan vinnumann þinn snertir, þá rýrir það ekki álit hans hið minsta í mínum augum. Yið skulum að minsta kosti sjá hann, áður en við göngum af göflunum Lúðvig hlammaði sór niðui í hæg- indastói, þegar systii; hans tók til máls, því hann vissi að hún myndi verða nokkuð langorð. Þegar hún hafði lokið máli sínu, þá leit hún til bróður síns með sigurbrosi, og mælti: „Jæja, Lúðvíg, hvað segir þú nú?“ Lúðvig hallaði sér aftur á bak í hæg- indastólnum og lygndi affcur augunum og beit, á vörina; það var auðséð, að hann var að berjast við að halda í skefjum ósköpunum, sem honum bjuggu nú niðri fyrir. Á endanum svaraði hann með nöprum . rómi: „Hvað eg segi ? Ekkert, Cicero1 minn Hún leit til hans með þóttasvip og byrstu augnaráði og mælti háðslega: 1 Gicero var frægastur mælBkumaður moð Rómverjum í fornöla. f 73 „Hann er kurteis, — framúrskarandi kurteis, hann Lúðvig Vind, sandgæzlu- stjóri! „Kurteis?" Hann rauk upp af stólnum og hún líka. „Já, kurteis segi eg — eru mentaðir menn ekki vanir að svara, þegar hefð- arkona spyr þá einhvers?" „Hefðarkona!“ ýskraði í honum og æðarnar hlupu upp á enni lians: „ — Hefðarkona. — Eg skal láta þig vita það, að eg vil ekkert heyra um þessa hirð- frú og alla hennar trúrækni, og vil sömuleiðis vera iaus við alt masið í þér um þessa ímynduðu ættfeður okkar. Það lítur annars út fyrir, að þið eigið vel saman, hann Páll og þú. Nú jæja, eg óska ykkur til hamingju með banda- lagið “. „Lúðvig!" æpti Berta frænka upp yfir sig, „þú hefir gleymt því núna við hvern þú ert að taia/ og hver þú ert sjálfur; væri ekki svo, þá myndir þú ekki gerast svo djarfur, að vera að tala um bandalag milli systur þinnar og vinnumannsins þíns. Annað mál er það, að eg gæti, ef til vill, orðið honum sam- rýmdari en þú, af því að eg hefi verið hjá hátt settri hirð —“. „Það vildi eg að tigna hirðfrúin þín væri komin norður og niður", grenjaði Lúðvig öskuvondur. Berta frænka brá gleraugunum sínum á nef sér með tignarlegri ró og leit til bróður síns hvössum augum um stund, síðan laut hún honum, eins og hún væri drotning, og mælti: „Verið þér sælir, herra sandgæzlu- stjóri — eg hopa undan hrottaskapnum". Lúðvig fylgdi henni til dyra og bældi niðri í sór reiðina, og laut henni, eins og hún væri drotning og mælti í nöpru háði: „Verið þór sælar, hefðarkona góð!“ Að svo búnu settist hann niður við skrifborðið sitt, tók bréfið og leifc á það,

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.