Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.05.1909, Blaðsíða 12

Bjarmi - 01.05.1909, Blaðsíða 12
76 BJARMI séu lýsingar á einhverjum samtíðar- manni, og að eilífðarvonin og upp- risutrúin hafi ekki orðin þjóðareign hjá Gyðingum fyr en rúmum 150 ár- um fyrir Krist, (með Daníels bókinni, sem ekki á að vera eldri) — IJað væri ekki ólíklegt að slíkar fullyrð- ingar kæmu flatt upp á einhverja, sem kunnugir eru ritningunni — — Kaflinn um kristindóminn er all- langur, og er hann ágætt sýnishorn af því, hvernig njTja guðfræðin fer með trú vora. Höfundurinn styðst við »Nýju guðfræðinaw hans Lundúna- Campbehs, og fleiri forgöngumanna þeirrar Stefnu. Hann kveðst í inn- ganginum ætla að lýsa kristindómn- um sannsögulega, og virðist búast við ekki minna árangri en því að »allir trúarlærdómar kirkjunnar hrynji«! — Svo bætir hann við: »Er það ætlun vor að skýra frá eftir mælti að hvaða niðurstöðu bib- líurannsóknir og hin svo nefnda nýja (jiiðjrœði hafi komist. En það er ein- mitt eitt af aðaleinkennum þessarar nýju guðfræði að láta sér hægl um Irúna1, en komast sem næst andan- anum í kenningu Jesú Krists, með öðrum orðum, að reyna að búa sér til rétta og ófalsaða mynd af Jesú Kristi eins og hverri annarri sögu- legri persónu« (bls. 320). Þessi »ófalsaða mynd af Jesú Kristi« er samkvæmt »Austurlöndum« og nýju guðfræðinni þessi í fám orðum: »Vér vitum Iítið sem ekkert á- reiðanlegl um bernsku ogæskuJesú« (bls. 337). Vitjun Maríu og jólaguð- spjallið er skáldskapur. í skírninni hafði Jesú ef til vill1 hugkvæmst að hann væri guðs sonur« (bls. 344). í freistingunum á eyðimörkinni var hann »reikandi ráðs, var ekki ákveðinn í köllun sinni« (bls. 345) sbr. N.Kirkju- blað sællar minningar. »Kristur var 1 Leturbreytingin hér. í raun réttri að eins1 siðabótarmað- ur« --------. »í raun réttri kennir Kristur hvergi i samstæðu guðspjöll- unum neina ákveðna kreddutrú held- ur að eins hina háleitustu og fegurstu siðalærdóma« (bls. 359). Flestallar kraftaverkasögurnar eru taldar ósann- ar (sbr. bls. 348). Jesú er í fyrstu ekki um að vera kallaður guðs sonur, en tekur þó síðar andsvör Péturs: »Þú erl Kristur sonur guðs hins lif- enda« (Matt. 16,14) sem guðlega op- inberun (bls. 353). Sakramentin »stafa í fyrstu frá þeim tíina, sem menn átu fjandmenn sína« (bls. 378). — »Jesús leið i dá á krossinum og rakn- aði við í gröfinni, — það var — upp- risan. — Frásögnina um himnaförina ber að taka með varúð, afþvíaðhún wvirðist ganga í berhögg við alla mannlega þekkingu«. Páll postuli er talinn aðalhölundur trúarinnar á Krist. Endurlausnar- hugmyndin er talin »staðlaus og jafn- vel ósiðmæt« (bls. 395), og réttlæt- ingin af trúnni er talin svo aum, að það sé inesta furða að henni skuli nokkurntíma hafa verið haldið fram. Raunar virðist höfundurinn halda. að »réttlætandi trú« sé tóm varajátn- ing, og Hefir hann þá verið farinn að gleyma kverinu sínu. — Þannig lítur þá «ófalsaða myndin« og wvisindalegi kristindómurinn« út! — Það er ekki að furða þótt leið- togar vorir búizt við að íslenzk alþýða taki andlega fjörkippi, er hún höndl- ar þvílíkt hnossl! Ef einhverjir»fáfróðir«skyldu spyrja, hvaða heimildir séu að þessum, krist- indómi«, j)á er því að svara, að með því að vefengja alt Jóhannesar guð- spjall, þvert ofan í alla gætna bíblíu- fræðinga, og alt það í hinum guð- spjöllunum, sem fer í bága við skoð- un sjálfs manns, þá er lílill vandi að búa til hvaða mynd sem manni sýnist.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.