Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.05.1909, Blaðsíða 14

Bjarmi - 01.05.1909, Blaðsíða 14
78 B J A R M I félli það ef til vill betur, ef vér gæt- um í einum svip fengið alsnægtir, heilan forða, sem vér gætum reitt oss á, að minsta kosti til allra vorra al- gengustu nauðþurfta; þá værum vér ekki neyddir til að flýja sí og æ til drottins með þeirri tilfinningu, að vér værum sjálfir allslausir og yrðum alt til hans að sækja. En vegir drottins eru beztir, þó að þeir séu ekki vorir vegir«. Iírabbinn og vísindamennirnir. Einu sinni var 40 manna nefnd í frakknesku vísindafélagi að semja orðabók. Hinum fræga frakkneska dýrafræð- ingi Georg Cuvier (17(59—1832) varð einu sinni gengið inn í herbergið, þar sem þeir sálu allir saman. »En bvað það gleður oss að sjá yður«, mælti einn af nefndarmönn- unum, »vér vorurn einmitt að skil- greina orðið krabbi og höfum komið oss saman um þessa skilagrein: »Krabbi er: lítill, rauður fiskur, sem gengur aftur á bak«. »Ágælt, ágætt, herrar mínir«, svar- aði Cuvier; »en ef þér samt viljið leyfa mér að gera eina náttúrufræðis- lega athugasemd. þá vildi eg að eins hæta því við, að krabbinn er ekki fiskur og hann er ekki rauður og gengur ekki aftur á bak; að þessu undanskildu, þá er skilgreining yðar hárrétt«. Pessi iitla frásaga er Ijóst og lil’- andi dæmi þess, livað hinar svo nel'ndu »niðurstöður vísindannaw liafa oft og einatt verið og eru enn fjarri öllum sanni, og að þær eru einatt engu rétt- ari fyrir það, þó að margir vísinda- menn verði á eitt sáttir um þær. En hvergi verða þó þessar niður- stöður tæpari, en þegar vísindamenn- irnir taka sér fyrir hendur að útlista fyrir oss þá hluti, sem heyra guðs ríki til. I þeim efnum er ekki nema ein niðurstaða hárrétt, frá visindanna hálfu og það .er — að slryka úi allar ))vísindalegu niðurstöðurnara. Ör ýmsum áttum, Heima. Frumvnrpið nm tvo vígslubyskupn er nú orðið að lögum. Annar þeirra á jafnan að sitja í Hólabyskupsdœmi og verður sjálfsagt vigður á Hólum í Hjaltaclal. Laun fá þeir ongin nema 500 kr., er þeir vigjast. Presta- stéttin í hvoru byskupsdœmi á að velja þá og vœri óskandi að vel yrði á stað farið. Það er mikið undir því komið hvort byskupinn fœr þeim nokkuð að starfa, og mun ástæða til að gera sér góðar vonir um það. — Nóg eru verkefnin. Prestustefna á Í’ingvöllum verður 2. júlí. Synodus hefir stundum áður beðið halla af kaupstaðaannríki prestanna; nú er girt fyrir það með þessu nýmæli, sem sjálfsagt mælist ve) fyrir. Erlendis. Triiarvnkning. Dr. C-hapmann vakninga- prédikari og Alexander söngmaður, sem áður var með Torrey, hafa starfað í vetur í Boston, og árangurinn er talinn mjög mikiil. „Kvöld eftir kvöld koma um 25 þús. manna saman i kyrkjunum til að hlusta á 50 ræðumenn. — Menn frelsast daglega hundruðum saman. Vændiskonur og embættismenn auk allra annara ganga að bænabekkjunum“. 7 vín- salar snerust, og reyr.a nú að fá hina starfsbræð- ur sína í borginni 1500 að tölu, á sérstakar vakningasamkomur. Fólk kemur 100—200 míiur enskar til að sækja samkomurnar í Tremont Temple og bíða longi hvernig sem veðrið er eftir að opnað sé. En þúsundir verða oft frá að hverfa að svo búnu. (Am. Evangelist). Zigeuna-Smitli, heimsfrægur vakningamað- ur, liefir verið um hríð í St. Louis, mjög spiitri stórborg í Bandaríkjunum, og samkom- ur hans verið betur sóttar en nokkru sinni áður, um 12—15 þús. manna voru mörg kvöldin. Eitt af blöðunum þar i borginni segir svo: „Það er dásamlegt að prédikari skuli fá 10 þús. áheyrendur að meðaltali 16 kvöld í röð

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.