Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.05.1909, Blaðsíða 2

Bjarmi - 15.05.1909, Blaðsíða 2
82 BJARMI. nvorið sé komið«. En þeir verða ekki varir við nokkurn yl í hjarta sínu og — - Emmaus-gangan verður þeim enn þá þyngri ganga en áður. Hverjar eru afleiðingarnar af þess- ari Emmaus-göngu þjóðar vorrar? Það, meðal annars, að þeir eru alt af að verða fleiri og fleiri, sem verða þreyttir fyrir aldur fram, sem eru þrotnir að andlegu og líkamlegu fjöri og starfsþreki á miðjum aldri eða fyr, svo að fátækt þjóðfélag verður að ala önn fyrir þeim eins og öðrum uppgjafamönnum. Þelta eru súrir ávexlir, hvernig sem á það er litið. Pú, sem ert á þessari Emmaus- göngu — Iáttu Jesú sjálfau ljúka upp fyrir þér ritningunum. Þá hitnarþér um hjartaræturnar. Þá spretlur vor- gróði eilifs friðar og fagnaðar í hjarta þínu. Þá gefst þér þrek til að vinna vel og lengi þjóðinni þinni til bless- unar og þá verður »sál þín ávalt ung undir silfurhærum«. Snú þér lil Krists af öllu lijarla; hann vill veita þér þetta og miklu meira og hann getur það. Snúðuaftur! Þú getur fundið Jesúm, því hann er að leita að þér. Hann er með i förinni, þó hjarta þitl sé svo fult af efasemdum og augu þín svo hlekt af mannlegri speki, að þvi sjáir hann ekki. „Það er mér alt“. Það er all að eiga Jesúm Krist, það er sá bezti vinur, sein ég þekki, þá gjöf ég vildi’ ég gæti aldrei misl og Guð mérhjálpi’aðslíkrikasti’égekki. Hann leiðir mig við lífsins sérhvert spor, með ljúfu brosi göngu mína styður. Og ef ég hryggist eða skortir þor, ég á hann lít, þá kemur gleði’ og friður. * * En þú ert enn þá fjarri faðmi lians, þér finst þig vanta alla hjartans gleði, þér finst það ekki’ á færi nokkurs manns að flytja huggun, sorg er þjakar geði. En lítlu þá á Ijósið, sem ég hef, er lýsir allar dimmar braulir mínar. Það Jesús er, á vald hans, vin, þig gef, þá verða bjartar allar leiðir þínar. Lárus Halldórsson á Breiðabólsstað. Kenningarfrelsi presta kemur lil umræðu á væntanlegum prestafundi á Þingvöllum í sumar. »Nýtt Kirkjublað« hefir verið að smá-ympra á því máli, hálf-spyrjandi þó, eins og því er lagið, þegar það er að íitja upp eitthvað nýtt eða færa sig lengra upp á skaftið með tví- ræðar nýungar. Og kenningarfrelsi presla er sann- arleg tviræð nýung. Hið sanna, kristilega kenningar- frelsi er fólgið í því, að kenna eins og guðs orð kennir, því það bakar ekki kennimanninum ábyrgð og liann getur gert það með góðri, öruggri samvizku. Þetta kenningarfrelsi gerði Lútlier svo djarfan sem hann var á ríkis- þinginu í Wonns; hann fann, að ef hann slepti því frelsi, þá breytli hann móti samvizku sinni, og það kvað hann vera óráðlegt, eins og það líka er. Hitt kenningarfrelsið er fólgið i því, að smá-hopa á hæli nndan spiltum aldaranda og kenna ekki eins og guðsorð kennir, alveg afdráttarlaust, heldur aulta það ýmist eða skerða, eftir því, sem hver vill heyra. En með því gera menn sig seka í því óráði, að breyta móti samvizku sinni. Þetta dregur alla dáð úr kennimönn-

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.