Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.05.1909, Blaðsíða 4

Bjarmi - 15.05.1909, Blaðsíða 4
84 B .1 A R M I eftir. Það er víst hægt að nálgast hann við tækifæri". „Farangurinn þinn — nú já, bróðir minn ráðstafar honum sjálfsagt", sagði Berta frænka, og settist í hægindastól- inn, setti upp gleraugun og virti Pál grandgæfilega fyrir sér um stund. Hún var ekki vön að hafa langar samræður við þá, sem undir hana voru gefnir; en nú var henni svo mikii for- vitni á að vita, hvernig trúarskoðunum Páls væri farið, að hún mátti til að bregða vananum og gleyma hefðinni sinni rétt í þetta eina skifti. Henni gafst svo ágætt færi á þessu núna, því að bróðir hennar var ekki heima og bróðurdóttir hennar hafði gengið út i skóg. „Nú, svo þig langaði til að færa þig nær sjónum, til okkar hérna", mælti Berta og var óvenjulega mjúk í máli. „Já, mér fanst eins og guð segði mér að sækja um stöðuna". „Jæja, fanst þór það! Já, eg held líka að okkur muni koma vel saman. Þú ert víst duglegur?" „Það langar mig til að vera, fröken". „Það er ágætt; þá tekst það lika. Sandgæzlustjóri er einkar viðmótsþýður, það segi eg þér satt; það er enginn vandi að gera honum til hæfis, það er að segja, ef þú gerir skyldu þína, eins og þú skilur". „Það mun eg líka reyna að gera“. „ Já, vafalaust, mér lízt nú líka þannig á þig, Páll!“ Hún þagði nú um hríð og tók svo til máls aftur: „Segðu méi eitt, Páll — við þekkj- um þig svo lítið, en við höfum heyrt — að — e — þú sért fram úr lagi guðrækinn, eða svo hefir mér verið sagt“. „Já, eg er trúaður maður", sagði Páll hæglátlega. „Trúaður, nú, já, það gerir nú minst til, hvað það er kallað; en þú átt víst við það, að þú viljir keppa eftir að heyra guði til?“ „Nei, eg á við, að eg sé endurfæddur maður og heyri guði til nú þegar“, svaraði Páll hiklaust. „Nú, jæja, eins og þér sýnist; eg skil þig vel, Páll, og það meii'a að segja mjög vel. Hann bróðir minn á nu, ef til vill, erfiðara með að skilja þig. En eg skil þig algerlega, því að eg hefi haft mikið saman við trúaða menn að sælda, sérstaklega á minum yngri árum. Eg skal nú segja þór, Páll, að eg var einu sinni á heimili — mikils háttar heimili meira að segja, þar sem frúin — hirðfrúin, var mjög trúhneigð — vel trúuð kona mundir þú líklega kalla það. Hún var einkar ástúðleg og trúarfjör hennar gerði hana enn þá ástúðlegri. Upp frá þeim tíma hefir mér verið mjög hlýtt í huga til trúhneigðra manna“,— nú brýndi hún raustina og sagði með mikilli áherzlu: „Það er að segja ef það er ekki fram úr öllu hófi. Við er- um nú víst sammála um það, að alt hefir sín takmörk". „Eg veit ekki, hvort eg heti skilið yður rótt“, svaraði Páll, og leit til henn- ar með spyrjandi augnaráði. „Jú, það sem eg á við, er það, að ýmsum ihönnum er svo gjarnt til að komast út i öfgar og það sérstaklega á vorum timum. Sumir menn, segjast t. d. vera heilagir og eg verð að segja það, að þá er mér nóg boðið; eg verð að segja, að það ber vott um eitthvað annað en auðmýkt. Ekkert hefði kæru hirðfrúnni minni verið fjarri skapi en að hreykja sér svo hátt". Nú leit Berta til Páls og brosti blíð- lega, og mælti. „Hvað segir þú svo um þetta, Páll?“ „Eg segi það, að hver sá syndari, sem er laugaður blóði lambsins, er hreinn og heilagur fyrir guði. Það segir guðs orð“. Berta frænka setti nú á sig hefðar-

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.