Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.05.1909, Blaðsíða 6

Bjarmi - 15.05.1909, Blaðsíða 6
86 B A J R M I. ura, og því síöur af ástæðulausum ógn- unum um „háðung og hnekki". ísafold hefir maklega svarað ávarpinu. Fríkirkjumálið. Loks er þó komið svo að neðri deild alþingis samþykti 5. þ. m. svo hljóðandi þingsályktunartillögu með öllum atkvæðum gegn 4: „Neðri deild alþingis skorar á lands- stjórnina að leggja fyrir alþingi frum- varp til iaga um aðskilnað ríkis og kirkju“. Rúmsins vegna verðum vór að sleppa nefndarálitinu í þessu máli, enda hafa sum blöðin þegar flutt það. Þar er margt vel sagt, þótt hitt sé meira en satt, sem einn háttv. nefndarmaður, prófastur Húnvetninga, tók fram við nmræðurnar, að lítil sanngirni mæli með því að láta fé það, sem kristinni kirkju hefir verið gefið, skiftast meðal allra trúarflokka í landinu, þannig að mormónar, spiritistar, únítarar o. s. frv. gætu allir fengið sinn hlut. Liiusn frá prestskap hefir fengið síra Eyjólfur Jónsson í Árnesi. Prestastefnan á Pingvelli. Þar verður rætt um játningahaft og kenn- ingarfrelsi, kristindómskenslu ungmenna, undirbúning prestaefna og nýjar kröfur með nýjum tímum, kirkjuþing og til- lögur um aðskilnað ríkis og kirkju, uppsagnarvald safnaða og sitthvað fleira eftir því sem tíminn endist til. (N. Khl.) »liroslegt« þykir N. Kbl. að nokkur skuli dirfast að láta óánægju sína í ijósi út af Jahve-nafninu i biblíuþýðingunni nýju. Þeim þótti það einnig broslegt á sinni tið forgöngumönnum skynsemis- stefnunnar eldri, að margir íslendingar kunnu ekki við að syngja: „Ó Guð, Jehóva, Júpiter". — I vísindalegu máli og heimspekiiegum hugleiðingum skiftir minstu frá sjónarmiði trúarinnar hvort höfð eru innlend eða útlend nöfn á guð dóminum, en í Guðs orði er alt öðru máli að gegna, — jafnvel þótt ekki væri ástæða til að ætia jafnframt að verið só að smeygja kreddum kritikinn- ar inn í sjálfa biblíuna. — Mikið að þeir skyldu ekki einnig taka nafnið Elohim fyrir Guðs nafnið, þá hefði þó „Elohistanum" og „Jahvistanum" verið gert jafn hátt undir höfði. Það má mikið vera, ef ekki þarf ann- að en „brosa" til þess að trúhneigðum mönnum vor á meðal verði eins Ijúft að segja: „Jahve er minn hirðir". — „Hjá þér, Jahve, leita eg hælis". — „Jahve er vígi lífs míns“. — „Til þín, Jahve, hrópa eg“ (Sálm. 23,1 — 31,1 — 27,1 — 23,1) eins og: „Drottinn er minn hirðir". — ......... „Til þín, Drottinn, hrópa eg“. — Hitt er senni- legra, að margir hugsi líkt og góðkunn- ur öldungur í höfuðstaðnum sagði ný- lega: „Eg hefi ungur lært að segja Drottinn, og ætia að halda því áfram til dauðans". — „Rétta þýðingu" biblí- unnar eiga fleiri þjóðir en Islendingar, og munu þær þó teljandi alþýðuútgáfur biblíunnar þar sem Jahve-nafninu er haldið.---------Harla er það óviðfeidið að yfirmaður kirkju vorrar skuli varpa alment fram ljótum stóryrðum um „óvandaða menn, sem borið hafi róg og lygar í biblíufélagið brezka", að þeim, sem óánægðir eru með Jahve-nafnið, nær væri að nefna full nöfn, ef satt er, svo að grunur falli ekki á saklausa menn. Norðurland rœðir trúinál oftar en hin blöðin, en „margt er skrítið" í þeirri „harmoníu", enda þótt þjóðskáldið nyrðra sé þar oft á ferð. — M. J. þýðir t. d. 17. i. m. skammagrein um þá, sem kenni það, að óskírð börn glatist, og aftan við það er hnýtt mjög ástæðu- lausurn uppnefnum á Torrey og Spur- geon, þeir kallaðir „helvítis kennimenn". — M. J. er þó svo sanngjarn að bæta því við, að þetta komi oss íslendingum lítt við; en þá var óþarfi að fara með dylgjur um að Gerharði-hugvekjur og trúboðarnir íslenzku útlisti útskúfunar- kenninguna á líkan hátt; þár eð það eru hrein og bein ósannindi að því er að minsta kosti fiesta „trúboðana* snertir. I næsta blaði, 24. f. m. skrifar sami um „Únítara meðal Vestur-íslendinga", og er þá opinskárri en forgöngumenn nýju stefnunnar eru oftast nær. — Hann segir meðal annars: „Stefna þeirra (þ. e. Únitara) er stefna allra kiistinna há- skóla nú á dögum, og allra, eða því nær allra frjálslyndra skynsemdarmanna". — „Flestir hér heima eiga langt í ]and til

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.