Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.1909, Blaðsíða 3

Bjarmi - 01.06.1909, Blaðsíða 3
BJARMI 91 Páll. Saga eftir N. P. Madsen. (Framh.). Þegar hann kom út, reikaði hann hingað og þangað, til þess að skoða sig um á þessum nýja stað. Siðast varð honum gengið inn í greniskóginn. sem gnæfði yfir bústað sandgæzlustjórans. Hann gekk á bak við þéttvaxinn grenirunn og fóll þar á knó, til þess að gjöra bæn sína: „Þökk só þór, drottinn, fyrir það, að þú gafst mér lífið í þór með öllum þeim auði, sem því fylgir. Ó, drottinn minn/ Þú verður hka að vera minn auður á þessum stað; hér er alt svo autt og snautt; þú verður að vera minn styrk- ur í öliu mínu stríði á þessum stað, sem þú nú hefir leitt mig á. Ó, drott- inn minn, gefðu mér náð til þess að vera vottur þinn í öllum greinum á þessu heimili og til þess að kannast með djörfung við nafnið þitt. En veit mér Jíka þrek til að þegja, þegar það er vilji þinn. Ég legg mig, sem fórn á altari þitt, helga þú mig, drottinn, og láttu mig þjóna þér að þínum vilja, svo að nafnið þitt vegsamist. Amen“. Síðan stóð hann upp og gekk inn í hesthúsið. I auglýsingunni um stöðuna hafði staðið, að á heimilið vantaði einn vinnumann, og sá maður þyrfti aðhafa gott vit á hestum og miklar mætur á þeim. Og Páll var nú einmitt gæddur þessum kostum. Þegar hann var í hernum, þá var hann, meira að segja, orðlagður hestamaður; honum var það sönn ánægja að skoða tvo gull- fallega hesta, sem voru í hesthúsinu. Meðan hann var að skoða hestana, kom sandgæzlustjórinn inn til hans. „Nú, þetta er víst Páll, nýi vinnu- maðurinn, vænti óg?“ mælti hann, og sýndist, vera í góðu skapi. „Komdu sæll!“ Páll tók ofan og heilsaði að her- mannasið og sandgæzlstjóri varð aö kannast við það fyrir sjálfum sér, að hann væri alls enginn klunni. „Ég hugsa, að vel falli á með okkur, því að þú hefir beztu meðmæli. Ann- ars veiztu það víst af bréfinu, sem ég skrifaði, hvað þú átt að starfa hér. Þú átt að vera ökumaður og svo áttu að hirða um garðinn og hjálpa vinnukon- unni, eftir því sem tök verða á; þar að auki áttu að vera meðreiðarsveinn dóttur minnar, þegar hún ríður út; ég er ekki lengur fær um það sjálfur, vegna heilsubrests. Skilur þú mig?“ „Já, ég skil yður vel, herra sand- gæzlustjóri". „Jæja, farðu þá inn i eldhús — hún Amalía vísar þér á herbergið þitt og sér um, að þú fáir eitthvað til að nær- ast á“. Sandgæzlustjórinn settist á skrifstofu sína, en ekki var langt urn liðið, áður en Berta frænka gengi inn til hans. „Nú, nú—nú ertu búinn að sjá nýja vinnumanninn?" tók hún til máls. „Já, ég heilsaði honum“. „Það er annars allra myndarlegasti piltur". „Ójá, hann er enginn klunni í sjón, en — — “. „Hvað ætlaðirðu að segja, Lúðvíg". „Já, ég ætlaði að segja það, að mér er í raun og veru hin mesta forvitni á að vita, hvað hann er langt kominn í þessu hórna, sem við vorum að tala um hérna um daginn. Mig langarhelzt til að kalla á hann inn hingað núna undir eins, og nú —“ „Þess þarf ekki, kæri Lúðvíg rninn; ég er búinn að hlýða honum yfir og gefa honurn nauðsynlegar bendingar. Það stóð einmitt svo vel á, þegar hann kom; og svo hélt ég, að ég myndi standa betur að vígí en þú í því tilliti — ég vona, ég styggi þig ekki neitt, þó að óg segi það —, nei, nei, nei, vertu nú eklvi vondur Lúðvíg — þar að auki ætl-

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.