Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.1909, Blaðsíða 5

Bjarmi - 01.06.1909, Blaðsíða 5
B .1 A R M I 93 Ekki er sanngjarnt að ætlast til, að kyrkjan laki það golt og gilt, sem ekki er samkvæmt stefnn hennar og anda. Pykist nokkur endilega þurfa að segja eitthvað það, sem kyrkjan getur ekki talið samkvæmt slefnu sinni, þá getur hann ekki ætlast til að kyrkjan viðurkenni, að slíkt er- indi sé ílult í liennar nafni. Það, sem kyrkjan lætur ráða stefnu sinni, og miðar alt starf sitt við, sé hún erindi sínu trú, er lieilög rilning eða guðs orð. Kristur og postular hans sýna liina réttu afstöðu gamla testamenlisins við hið nýja. Auðvitað geta menn skilið sumt í ritningunni á ýmsa vegu; en þar eru líka afarmörg liöfuðatriði svo ljós og ólvíræð, að ráðvöndu, lirokalausu, einföldu og barnslegu hjarta veitir ekki torvelt að taka við þeim l)látt áfram í trú; auk þess staðfestist siða- lærdómur hennar sí og æ af reynsl- unni og heilbrigðri skynsemi. Þó er það kunnugra en frá þurfi að segja, að oft og iðulega er ráðist á liöfuðatriði kristindómsins, og það af þeim, sem endilega vilja láta telja sig trúa starfsmenn kyrkjunnar; og sé trúmenska þeirra véfengd, þá reiðast þeir og kvarla um ófrelsi, þröngsýni og ofsóknir. Þeir heimta það af kyrkjufélaginu, sem ekki væri heimtað af neinu öðru félagi, að það viðurkenni, að það slarf þeirra sé unnið í kyrkjunnar nafni, sem þó gelur ómögulega sam- þjrðst kenningu hennar, t. d. það, er þeir neita guðdómi Ivrists, og frásög- unum frá kraftaverkum hans. Hann sagði þó sjálfur: »Ef þér trúið ekki orðum mínum, þá trúið mér þó vegna verkanna«. Með þessum orðum sýndi liann, að verkin voru annar þáttur- inn í fagnaðarboðskap lians og að þeim væri ekki ofaukið til sannfæringar. Sá, sem talaði önnur eins orð og þessi: »Faðir, fyrirgef þeim«, liann sagði líka: »Hver sem ekki gengur inn um dyrnar inn i sauðahúsið, lieldur fer inn annarstaðar, sá er þjófur og ræningi«. »Eg er dyr sauð- anna« (Jóh. 10). Það er vitaskuld, að efasemdir geta líka ásótt þá, sem vilja rækja starf sitt trúlega; en það er sitt livað að efast, eða þjóta upp til að prédika efasemdirnar öðrum undir eins; þvi að oft þarf ekki nema dálítla auð- mýkjandi lífsreynslu til þess að sann- færa efasemdamann um, að hann hafi farið villur vegar; en þá er ekki aft- ur tekið, ef hann liefir afvegaleitt aðra með því að láta efasemdir sínar uppi af fljótfærni. En aftur á móli verða þeir tæplega víttir um of, sem ganga fullir efa- semda og vantrúar í þjónustu kyrkj- unnar. Slíkt eru hrein og bein svik og slór ábyrgðarhluti fyrir guði. Mér leikur ofl grunur á, þegar ég lieyri þelta slcraf um kenningarfrelsi, að undir niðri búi það, að »að safna sér kennendum eftir því sem eyrun klæja«, að prédika sinn eiginn »vís- dóm«, sem hrokafullu hjarta þykir svo yfirtak vænt um, — að þeir vilji ekki heyra það, sem kemur í bága við tilfinningar þeirra og vilja eða myrkvaða skynsemi þeirra. Ávalt er liælt við því, að tilfinn- ingar og vilji leiðist afvega og rang- snúist, og það væri því sannarlega auma frammistaðan af öðru eins fé- lagi og kyrkjunni, jafnl’ulltrúa sein liúnerum mikilvægierindis sínsmann- kyninu til handa, ef hún færi að laga sig eftir þeim óskum og kröfum, sem eru meira eða minna gagnstæðar þeim grundvallaratriðum, sem liún byggir á — kröfum, sem myndu, ef þeim væri sint, leiða af sér gagnstæð- an árangur við það, sem ætlast er til að leiði af starfi liennar. St. Guðms.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.