Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.1909, Blaðsíða 8

Bjarmi - 01.06.1909, Blaðsíða 8
96 B J A R M I Ör ýmsum áttum, Heim a. Prestsgjöld og1 kyrkjngrjöld. Það var engin smáræðisbreyting, sem siðasta al- pingi gerði á þessu tvennu. Öll gömlu gjöldin: preststiund, kirkjutiund, ofl'ur, lambsfóður, Ijóstollur, Iegkaup o. s. frv., afnumin frá fardögum í vor, en i þeirra stað settur nefskatlur þannig, að hver maður 15 ára eða eldri, konur sem karl- ar, greiði í prestslaunasjóð 1 kr. 50 aura, og til kirkju sinnar 75 aura á ári; prestar jafnt og lcristindómsóvinir, öreigar jafnt og auðmenn, — sveilin borgar fyrir sveitar- ómaga — enginn er undanskilin nema þeir, sem eru í öðru viðurkendu kyrkjufélagi, þar sem safnaðarmeðlimir greiða ekki minna að tiltölu en í þjóðkjTkjunni til prcsts og kirkju (2,25 lil jafnaðar). Innlieimta sóknarnefndanna verður meir en lílið auðveldari og óbrotnari úrþessu, enda voru þær þegar farnar að sjá, hvað innheimta prestanna liafði veriö »þægi- leg«. — En hitt er annað mál, hvorl öll- um þykir sanngjarnt að fátæklingar borgi jafnt og hálaunaðir embæltismenn eða ríkir kaupmenn. Kaupstaðir og sjóþorp verða tiltölulega barðast úti, og mega þó sizt við því, eins og nú hortir. Eina bótin er, að þetta eru væntanlega »bráðabyrgða- lög«, skamt lil skilnaðarins, þegar öll nauðungagjöld til trúmála eru úrsögunni. Sálniasöngurinn. Prestur nyrðra skrifar nl4 þ. á. . . . »Pað er leiðinleg sú rót^róna venja lil sveita, að engum detlur í hug að íiafa með sér sálmabókina í kyrkjuna. Pað er eins og lólk álíti, að það megi engir halda á sálmabók, nema þeir, sem syngja. Sálmasöngurinn ætti jafnan að vera eitt höfuðatriði í guðsþjónustunni og er ilt til þess að vita; að þcim fer all af tækkandi, sem syngja í kyrkjunum; en minna gerði það þó til, ef allir, sem í kyrkju færu, hefðu með sér sálmabókina og fylgdust með í sálmunum, sem oft er bezta guðs- orðið, scm fram er flutt i guðsþjónustu- gjörðinni. Söfnuðurnir eru yflrleitt hætlir að laka nokkurn þátt í guðsþjónustunni og fyrir því er hún að mestu orðin dautt »iörm« . . . Sumir prestar, fjarri bóksölum, vildu fúsir hafa útsölu að sálmabókinni einkum í vasaútgáfu, en bóksalarnir svara, að þeir megi ekki láta aðra en fasta útsölu- menn sina selja liana. Er ekki bægt að laga það hvorumtveggju til liagsmuna? ,,Prest-kennarar“. »Út afmjög almennri óánægju manna með l'ræðslu, og kristin- dómsmál vor« skrifar séra Ofeigur Vig- fússon grein i Pjóðólf 28. f. m. Hann tel- ur »vandræða liorfur í þessum málum, kostnaður gífurlegur og margfalt meiri en vera þyrfti, fyrirkomulagið afarerfltt, marg- brotið og flókið til framkvæmda«. End- urbótarráð lians er að öllum sveitum landsins sé skift niður í kenslulylki, 200 —300 manns í hverju, — og þarséeinum manni ætluð öll lýðfræðsla og prestsstörf, og hafi þessir »prestkennarar« 2 þús. kr. árslaun. — —- — Lítil líkindi munu vera til þess, að til- lögur þessar komisttil framkvæmda, með- an þjóðkyrkjan lifir; en liitt cr all-líklegt, að eftir skilnaðinn reyni söfnuðurnir sum- staðar að sameina fræðsluna og prests- störfln. Morg-unmessur. Komið lieflr til orða að breyta messutíma í Reykjavíkurdómkyrkju í sumar, messa kl. 10 f. li., en ekki kl. 12. Safnaðarfundurinn 2. laugardag á að gera út um það mál. Kristniboðarnir frá Kína. Charles A. Ilayer og Steinunn Ilayer, sem getið heíir verið áður liér í blaðinu, eru vænlanlegir til Reykjavíkur með Sterling 15. þ. m. Pau ætla að dvelja hér rúman mánuð og væri óskandi að þeim auðnaðist aö vekja kristniboðsáhuga vor á meðal. Stórstiikuþing Goodtemplara hefst á mánudaginn 7. þ. m. kl. 11 f. li. með guðs- þjónustu.í dómkyrkjunni. Par mun Sig- urbjörn Á. Gislason cand. leol. flytjaræðu. Munið eftir auglýsingunni í siðasta blaði þar sem vér buðum að senda ýmsum fátæklingum blað vort ókeypis þ. á. — Par eð gjöfln varð meiri en vér áttum von á, getum vér senl eitl eint. ókeypis i hvert prestakall landsins,— en afgreiðslu- maður vonar, að prestarnir eða aðrir góðir menn hraði ser að senda oss utan- askriftir. Er*lenclis. Riblíufélagið brezkn liélt nýlega ársfund sinn og var þá skýrt frá, að biblían eða ein- stök i-ijL hennar væru komin á 418 lungu- mál. Árið, sem leið, bafði verið sent til útbreiðslu 884,195 biblíur, 1,116,674 nýja- testamenti og nærri 4 miljónir af einstök- um ritum þess. Flestir kannast við blessunarrik áhrif félagsins; þó böfðu biblíusalar þess árið sem leið »verið handtcknir sem njósnar- menn í Nicaragua í Mið-Ameríku, verið svívirtir af jafnaðarmönnum á Þýzkalandi —, hraktir út úr þorpum í Perú, þar sem prestarnir kaþólsku brendu biblíurnar—, grýttir i afskektum hjeruðum Filippseyja, og barðir ai Múhameds-trúarmönnum í Belútsjistan«. Útgefandi: Hlutafélag I Reykjavík. Ritstjóri: Bjarni Jónsson kennari, Kárastíg 2, Reykjavík. Afgreiðslu- og innheimtumaður: Sigurjón Jónsson, Lækjargötu 6.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.