Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.06.1909, Blaðsíða 4

Bjarmi - 15.06.1909, Blaðsíða 4
100 BJARMI Páll keyrði hestinn sporum. „Eg vissi ekki ungfrú, að— Hvaða vitleysa, þú vissir það ósköp vel“, mælti hún gletnislega. „Egvilað þú ríðir samsíða, eg er ekki svo við- kvæm, að eg þoli það ekki". Páll tók kurteislega í húfuna, en sagði ekkert. Svo lét hann hestinn brokka dálítið, þangað til hún hægði á sínum hesti og þá mælti hún gletnislega: „Páll þú ert víst annars hálfskrítinn karl?“ „Svo-o. Hvernig þá ungfrú góð?“ „Svona líka skrítinn — eitthvað öðru- vísi en aðrir menn eru vanalega, á eg við “. „fað get eg ekki sjálfur dæmt um". „Þá get eg það. Eg hefi tekið eftir þér sjálf og reyndar heyrt pabba minnast dálítið á þig líka — já, má eg segja það?“ „ Já, ungfrú góð, þér megið segja það sem yður sýnist fyrir mér“. „Mig langar svo ákaflega til að spyrja þig að dálitlu. — Segðu mér eitt Páll, — en þú mátt. ekki reiðast mér?“ „Nei það geri eg ekki, það megið þér eiga víst“. „Ertu ekki — það sem menn kalla heilagur?" „Jú, ungfrú góð“, svaraði Páll fjör- lega og það er mér mikil gleði, að geta játað það, að eg er heilagur maður“. „Er það nú annars satt?“ Hún horfði fast á hann um stund, eins og þegar maður horfir á einhvern fáséðan hlut. „Ertu annars heilagur — svona eins og þeir eru þarna niðri á Strandbergi?" „Það getur vel verið, ungfrú góð“, svaraði Páll brosandi. „Mér er ókunn- ugt um það, hvernig þeir eru þarna niðri á Strandbergi?" „Já, þeir eru skelfilega þungbúnir og dæma alla aðra; þeir álíta, að engir séu trúaðir nema þeir“. „Nú, svo er því ekki varið með mig, því eg er hvorki þungbúinn né gjarn á að dæma aðra? En eruð þér nú alveg viss um það, ungfrú góð, að heilögu mennirnir á Strandbergi séu alveg eins og þér lýsið þeim?“ „Já, það er alveg áreiðanlegt, þeir eru svona". „Hafið þér komið þangað og talað við þá sjálf?" „Nei, aldrei — en mig hefir ákaflega langað til að sjá eitthvað þessháttar, þér að segja, — vera á samkomum hjá þeim og sjá hvernig alt fer frarn". „Þér eruð þá ekki smeyk við þá“. „Smeyk við þá“, tók hún upp eftir honum, skellihlægjandi. „Nú þykir mér gaman að þér, Páll; hvað ætti eg svo sem að hræðast?“ „Jú, ungfrú góð, sjáið þér til, þér getið átt það sjálf á hættu, að þér verðið heilög". Hún hló aftur. „Nei, það held eg hreint ekki“. í sama bili hrasaði hesturinn hennar um steinvölu á veginum og þá sló hún í hann með svipunni, svo að liann tók sprett um stund, en síðan hægði hún á honum aftur. „Segðu mér Páll“ tók hún aftur til máls; „það hlýtur annars að vera hálf- skringilegt þetta að vera heilagur, það er að segja í raun og veru“. „Hvers vegna haldið þér það, ungfrú góð “. „Já, eg á við svona — ja, hvernig á eg að koma orðum að því — að vera altaf með þennan guðræknissvip, bæna- gerð og sálmasöng — að mega aldrei vera kátur og hreifur — reglulega kát- ur og fjörugur — það hlýtur að vera hálf-einkennilegt“. „Segið mér eitt, ungfrú Vind, hvar hafið þér fengið þessa lýsingu á því?" „Nú, það er til svona, Páll“. „Mér þætti það í meira lagi leiðinlegt, skal eg segja yður, ef lýsingin sú arna væri af mér. Er eg altaf með þennan „guðræknissvip", eins ogþérkallið það“ ‘

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.