Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.07.1909, Blaðsíða 7

Bjarmi - 15.07.1909, Blaðsíða 7
BJARMI. 111 annan. Hver kynslóðin líður fyrir þá, sem eftir hana kemur; það er ekki eitt einasta spor stigið á fram- þróunarbraut mannsins, er ekki liafi á bak við sig einhverja fórn einsakl- ingsins fyrir fjöldann. Sá, sem ekkert æðra augnamið helir en að forða sínu eigin lííi, lifir lágu og lílilsigldu lífi. Með því að verja lííi voru í þjónustu þess, sem háleitara er en vér sjálfir, öðlumsl vér ódauðlcikann. Kærleikur Krists var svo mikill, að hann rúmaði elcki að eins nánustu ástvini lians, heldur alt mannkynið. Til eru menn, sem ekki lnigsa um annað en að ná í auðæíi. Þeir eyða lielming æíi sinnar í það að ná pen- ingum frá öðrum, og seinni lielm- ingnum lil að aftra öðrum frá að krækja í þá. Auður og vegsemd, hvort lieldur komið til vor sem ríkis- arflcifð, eða fyrir meiri hluta atkvæði lýðveldanna, geta eigi gerl oss farsæla. Hinn guðlegi mælikvarði fyrir lífi manna er gjöld þess og nægtir lieim- inum til viðgangs og vaxtar. Vegna þess að Kristur kendi oss, hvernig vér ættum að lifa slíku lííi, verð- skuldar hann nafnið: friðarhöfðingi. H i n v o n 1 a u s a s t a ð h æ f i n g Ingersolls. Einu sinni skrifaði eg Ingersoll og spurði hann, hvers vegna hann neit- aði tilveru guðs. Hann svaraði mér með því að senda mér eitl eintak af íyrirlestri sínum, þar sem liann kemst svo að orði: »Eg neita ekki. Eg játa ekki. Eg veit ekkia. Vinir mínir! Ilvað gelur það sloð- að mikilmenni að svifta annan trúnni og bera fram i staðinn þessa myrku og vonlausu staðhæfingu: »Eg veit ekki?« Traust kristinna manna til frelsar- ans er fagurlega lýst í þessari vísu eftir skáldið Bryant, sem hann kveð- ur í niðurlagi í kvæði til fuglsins, sem flj'gur í sólarlags-áttina: ,Sá, sem þig beinar brautir leiðir frá jarðbelti einu til annars, liann mun mig, einn á óravegi, leiðsagnar þurfandi Ieiða'. Vinir míuir! Kristur, friðarhöfð- inginn, hefir gefið oss eftirdæmi, sem vér getum fylgt á öllum tímum, eins og þjónar æðra heims: »Elska skaltu náunga þinn, eins og sjálfan þig«. (Eftir »lJögbergi((). Páll. Saga eftir N. P. Madsen. (Pramh.). „Hvað er það, sem ungfrúin hjó eít- ir?“ „Eg hjó eftir því, að þú sagðir, að ef eg þekti — eg man nú ekki upp á hár, hvernig það var. — Já, segðu mér eitt, Páll; mig langar til að spyrja þig í fullri alvöru — heldurðu, að eg sé ekki tniuð?“ Páll þagði um stund, en mælti síðan: „Segið mér eitt, ungfrú! Þykir yður nokkru skifta, hvert álit eg hefi á því?“ „Já, eg vil gjarnan heyra álit þitt á því“, svaraði hún hvatlega. „Þá vil eg segja yður það, að þér ættuð að spyrja guð um það. Þér ættuð að leita að svarinu í orði hans, í bibh'unni, og hann mun gefa yður á- kveðið svar“. „Já, en þú ?“ sagði hún og var fljót- mælt. „Já, eg efast ekki um að þér séuð trúuð í vissuin skilningi, ungfrú Vind;

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.