Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.07.1909, Blaðsíða 9

Bjarmi - 15.07.1909, Blaðsíða 9
B J A R M I 113 Hún þagði litla stund, en siðan sagði hún ofur stillilega: „Segðu mór, Páll, er því svo varið með hina heilögu?" „Já, það er einmitt þetta, sem gerir oss heilaga, að Jesús er orðinn vor eign og vór erum hans, að vór eigum hann og alt hans réttlæti og hjálpræði, það sem hann afrekaði oss á Golgata". Hún svaraði engu, en snéri hestin- um hvatlega við og tók að ríða heim á leið aftur. Nú riðu þau lengi þegjandi; hún sat og starði niður fyrir sig, eins og hún væri í hugleiðingum. Alt i einu stöðv- ar hún hestinn og mælti: „Páll, ertu viss um að þú komist. í himnaríki ?“ „Já, ungfrú, eg er viss um það“. „Svona öldungis hárviss?" „Já, eg er eins viss um það, eins og eg er viss um, að sólin er á himnin- um". „Það get eg sannariega ekki skilið. Hvernig geturðu verið viss um það?“ „Af því að guð segir það sjálfur. Hann segir, að hver sem trúir á soninn, skuli ekki giatast, heldur hafa eilíft líf. Og eg trúi á soninn ; eg trúi því, að allar syndir mínar hafl verið lagðar á Jesúm á krossinum, og þær sóu að eilífu afmáðar með blóði hans. Get eg þá ekki verið viss um, að eg komist í himnariki?“ Hún reið aftur um stund og íhugaði þetta, en síðan mælti hún. „Páll, það hlýtur að vera undarlegt að vera svona staddur, — að vera svona viss um það — svona algerlega hár- viss um það “. „Já, ungfrú Vind, það er meira en undarlegt, það er dásamlegt. Og þór getið líka öðlast hið sama“. Hún svaraði engu, og svo riðu þau þegjandi það sem eftir var leiðarinnar. Að loknum miðdegisverði settustþær Berta frænka og Elisabet inn í dagstof- una, eins og þær voru vanar. Berta var sokkinn niður í skjöl sín, því það var nú hennar yndi. Einhver aðalsætt á Þýzkalandi hafði sent henni heila hrúgu af gömlum bróf- um, og þótti henni eigi lítið til þeirra koma. I einu brófinu þóttist hún geta fundið liðinn, sem hana vantaði í ætt- artöluna, því þar rakst hún á nafnið W i n z e r, og þótti henni þá ekkert vafamái, að það hefði breyzt smám- saman og orðið nafnið „Vind“ að lok- um. Ef að þetta væri rótt, og það vildi hún fá að vita hjá málfróðum manni, þá var ekki annað eftir, en að fá að vita, hvort þessi Winzer hefði verið forfaðir Windt-ættarinnar í Rens- burg, sem hún átti kyn sitt til að rekja. En hún var nú viss um, að það myndi lánast. Elizabet sat við saumana sina. „Þú heflr riðið út í dag, Lisa?“ tók Berta frænka loks til máls. „Hvernig geðjast þór að Páli“. „Hann er mesta afbragð, frænka“. „Er hann góður reiðmaður?“ „Alveg frábær“. „Já, en hann heflr líka verið riddari í hernum". Eftir langa þögn le’it Elisabet til frænku sinnar og mælti: „Segðu mér, frænka, hvað telur þú mest og dýrðlegast, þér til handa?" „Mest og dýrðlegast?" svaraði Berta alveg forviða, „hvernig getur þór dottið í hug, barn, að spyrja svona?" „Mér þætti svo gaman að vita það“. Framh. Jlráttur og óregla, sem verið hefir á útkomu Bjarma stai’ar af pappírs vöntun. Kaupendur beðnir að afsaka það. Nú er pappirinn kominn, og kemst þá væntanlega regla á aitur.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.