Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.07.1909, Blaðsíða 10

Bjarmi - 15.07.1909, Blaðsíða 10
114 B J A R M I Þar rofaði til. Vér höfum hér áður í hlaðinu nt- að nokkur orð um »kenningarfrelsi presta« til athugunar. Nú liefir prestastefnan á Þingvelli látið fullberlega uppi, hvernig lnin litur á það mál. Prestarnir skiftust um »kenningar- frelsið« í tvo fiokka^ Loksins rofaði þá í sortann þann hinn mikla, sem lengi liefir legið á fjöllunum. Gömlu guðfrœðingarnir vilja kenna samkvæmt skilningi postulanna á lieilagri ritningu, ekki af því, að þeir hafi nú einu sinni unnið þess heilagt licit, lieldur af lifandi innri sannfær- ingu, sem trúarreynsla þeirra hefir veitt þeim. Þeir liafa sannfærst um það, að aldrei getur sönn eining ált sér stað í kyrkjunni, nema allir leið- ist af sama anda, þeim anda Krists, sem leiddi postulan í allan sannleika og gjörði þá og lærisveina þeirra »alla eitt«. Af þessu leiðir þá bein- línis, að þeir vilja halda trúarjátning- um lcyrkjunnar, því að þær eru í fullu samræmi' við það, sem poslul- arnir kendu, og Kristur liafði með heilögum anda kent þeim. Játning- arnar eru hverjum manni handhægur leiðarvisir um það, hverju hann eigi að trúa. Þeir, sem játningunum fylgja af fullri sannfæringu, eru í sannleika eitt. Postullega trúarjátningin er hin dýrmæta sameign allra sanntrúaðra kristinna manna. Engum er ofvaxið að muna liana. Hún er fyrir sitt leyli, eins og þessi orð frelsarans, sem Lúther kallaði »litlu bibliuna«: »Svo elskaði guð heiminn, að hann gaf í dauðann sinn eingetinn son, lil þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, lieldur hafi eilíft líf«. Guð einn veit, hvað þessi orð hafa orðið mörgum leitandi og friðvana mönnum til eilífrar blessunar. Hið sama má segja um trúarjátn- inguna. Hún er þeim einum »dauður bókstafur« sem hafa þegar beðið skipbrot á trú sinni, og gagnstæðan skilning hafa á kenningu Krists. Nýju guðfrœðiugarnir fara öfugt að við hina eldri. Þeir vilja elcki kenna samkvæml skilningi postul- anna, eins og hann kemur fram í trúarjátningunni. Þeirhafa svo margt við þann skilning að alliuga, svo sem um guðdóm Krists og fórnar- dauða hans, og starf guðs heilaga anda eða í einu orði: þrenningar- lærdóminn. Þcir vilja því afnema trúarjátningarnar. En í stað þess á biblían i heild sinni að vera undir- staða allrar kenningar, eins og hverj- um kennimanni gelur skilizt það og það trúaratriði. Einn skilur þau á þennan veg, og annar á hinn, og trúar- játningarnar verða þá sem næst jafn- margar og þeir eru margir, sem bibl- íuna lcsa. Æðstu dómarar í þessum málum eru skynsemin og samvizkan. Þá er ekki lengur um neinn einn anda að ræða, né einn skilning. Og svo halda þeir því fram, að þetta sé fyrsta sporið til þess, að »allir verði eitt«. En sú fjarstæða! Tökum dæmi úr íslenzka þjóðlífinu. Það liefir verið sagt, og með sönnu, að til þess, að vér íslendingar gætum orðið sterk þjóð, svo fámennir sem vér erum, þá sé það eina ráðið, að vér leggjumst allir á eitt, séum allir i einum anda. En svo kennir einhver stjórnvitr- ingurinn: »Það nær engri átt, að allir séu í einum anda, keppi að sama miði, gangi undir sama merki. Það skerðir frelsi einstaklingsins, hann gelur ekki notið krafta sinna

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.